Vá mér líður stór :)

Já Eva Rut er byrjuð í 1. bekk byrjaði almennilega í dag.

Við fórum með henni í skólann í dag og hjálpuðum til í fyrsta tímanum við að raða bókum og svoleiðis.

En svo þurftu við að fara og vá hvað hjartað mitt varð að barbie stærð.

En já ég er semsagt móðir barns á grunnskólaaldri og líður verulega stór með það.

Dóttirin er svo ánægð með skólann og kennarann að ég gæti ekki beðið um betra vona bara að það endist einhvað.

 

Svo er ég að fara á prjónanámskeið í kvöld læra að prjóna sokkaparið saman á einum stórum hringprjón. og samkvæmt upplýsingunum sem ég hef þá byrjar maður að prjóna frá tá og upp.

Tjá tjá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjiii... litla prinsessan byrjuð í skóla.. bráðum fær hún bílpróf og flytur að heiman!!! ;)

elskjú..

Andrea Dögg (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Til hamingju með skólabarnið. Spennandi prjónaskapur.

Kristborg Ingibergsdóttir, 26.8.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Sykurmolinn

Hvar ertu á prjónanámskeiði?  Mig langar svo að læra að prjóna, kann ekki einu sinni að fitja upp

Sykurmolinn, 27.8.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Hafrún Kr.

ég er á námskeiði hjá nalin.is en fer svo í næstu viku hjá storkurinn.is.

núna eru það sokkar næst er það ungbarnapeysa hehe. 

Hafrún Kr., 27.8.2008 kl. 10:55

5 Smámynd: Brussan

Mig langar líka að læra að prjóna....það er hlegið af mér þegar ég nefni prjóna heima hjá mér...........Til hamingju með stóru stelpuna

Brussan, 27.8.2008 kl. 18:17

6 Smámynd: Hafrún Kr.

Ég er ekki nærri því að reyna að halda því fram að ég sé góð í að prjóna en ég er að læra það og æfingin skapar meistarann.

Stelpur förum bara allar saman á prjónanámskeið. 

Hafrún Kr., 27.8.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband