Þá er komið að því.

já ég blogga aftur hehe.

Það er að komast rútína á heimilið sváfum ágætlega í nótt sváfum í tæpa 6 tíma með einu drykkjarhléi hehe.

Drengurinn var viktaður í gær og er orðinn 5,900 kg aðeins 4 vikna hann fæddist 4,320kg semsagt ég er algjör verðlaunabelja.

En vá hvað ein manneskja (ég) get borðað mikið af ógeðslegum kolvetnum ég er búin að sitja meira og minna og éta síðan hann fæddist úff enda er stefnan að fara á fund í kvöld og vá hvað mig hlakkar til.

Drengurinn var nefndur um leið og hann fæddist og heitir Daníel Hugi :)

Hann er algjör sjarmör og þegar hann veit að mamma er að verða pirr þá bara gefur hann mömmu sinni stórt bros og þá gleymist allur pirringur hehe.

Eva Rut er orðin 7 ára átti afmæli 14. jan og var haldið stelpna bekkjarafmæli og gekk bara vel.

Hún er orðin mikið sáttari við litla bróður en maður skilur vel að hún hafi verið abbó þar sem hún var búin að vera ein í tæp 7 ár með alla athyglina.

kveð að sinni.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Til hamingju - með svefninn, strákinn, stelpuna og að ætla á fund í kvöld ;)

Marilyn, 27.1.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Ella Guðný

Gott að sjá þig aftur hér í bloggheimum :) til hamingju með litla drenginn þinn :) við sjáumst vonandi á fundi við tækifæri :)

Ella Guðný, 27.1.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Til hamingju með allt elsku Hafrún. Hlakka til að hitta þig á fundi næst

Kristborg Ingibergsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband