Ég og minn geðsjúkdómur.

Ég var að fatta í kvöld að geðsjúkdómurinn minn er kominn á skrið.

Ég er orðin ofurparanoid út af öllu.

Ég er komin með vissar ranghugmyndir sem ég vonaði að ég myndi aldrei fá aftur en þetta fylgir því víst að vera lyfjalaus þannig að á mánudaginn þarf ég að hringja í geðlækninn minn og fá lyf því ég get ekki verið svona lengur.

Ég er orðin svo lífhrædd og það væri kanski allt í lagi upp að vissu marki en þegar það er farið að bitna á dóttur minni og manni þá er það orðið of mikið.

Ég er aftur komin með það að það sé einhver að fara að ræna dóttur minni.  Ég var með það líka þegar hún var nýfædd þá læsti ég öllum hurðum og gluggum en ég get það ekki núna því hún er orðin það gömul að hún veit sjálf að mamma er bara veik núna.

Kvíðinn er að fara með mig greyið maðurinn minn má ekki keyra neitt varla og þá er ég eins og versti ökukennari í heimi við hliðin á honum viltu hægja á þér, viltu bremsa, það er rautt ljós og þú keyrir allt of hratt eða aðalega mér líður of hratt í bílnum þó hann sé að keyra fullkomlega löglega hann má varla nálgast næsta bíl þá fæ ég bara kvíðakast því að maðurinn fyrir framan gæti kanski mögulega nauðhemlað. 

Ég er við hann eins og hann sé staurblindur og ég sé að lýsa öllu fyrir honum en þessi elska keyrir bara og segir mér að hann geti bara keyrt eftir sinni bestu vitund.

Ég var byrjuð í sporunum en svo bara datt ég úr þeim því mér fanst eins og sponsorinn minn væri að njósna um mig. Til hvers í ósköpunum ætti hún að vera að því? Ég veit að það er ekki rétt en heilinn minn vill ekki meðtaka það. 

Ég fattaði í kvöld að þetta er ekki normal og ég er aðeins að nefna hér örfáa af þeim hlutum sem eru í höfðinu á mér þessa dagana.

Hvernig fer fólk að því að lifa með geðsjúkdóm alla ævi?

Því þetta er ekki einu sinni versti parturinn af mínum sjúkdóm.

Ég er með geðhvörf sem ég kann ekkert á og svo í ofan á lag kvíða og ranghugmyndir.

Ég er farin að pæla næ ég einhvern tímann að verða heil já mig langar mest til að grenja þessa dagana en nei ég er Íslensk Valkyrja og get gert allt sjálf það er alltaf bergmálandi í höfðinu mínu.

Ég held að það væri best ef ég gæti bara skipt um höfuð einhver sem er til í skipti? 

Sorrí hvað þetta er langt og mikið væl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Það er bara gott að létta á hjarta sínu ég vona a þú náir bata fljótt og já það er hægt að læknast af geðhvarfasýki ég var mjög veik af henni og kvíða en hef núna ekki tekið lyf í 7 ár og er bara mjög hress auðvitað tekur maður dýfur en það er bara normal við erum jú öll bara mannleg.

Það er mjög gott að þú sérð að þetta er ekki normal þá getur þú leitað hjálpar og ekki vera feimin við það Góðan bata Hugrún mín.

Eyrún Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 02:47

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Notaðu fólk sem vill aðstoða þig eins og sponsorinn þinn. Mundu að þú átt alltaf völina.

Gangi þér vel. 

S. Lúther Gestsson, 5.7.2008 kl. 02:57

3 Smámynd: Helga Dóra

Elsku vinkona við vitum báðar af eigin reynslu að það er hægt að vera lyfjalaus og laus við einkennin..... Við verðum líka að vera meðvitaðar um að við getum veikst aftur og þurft á lyfjum á halda.......  Spáðu hvað þú getir verið þakklát fyrir þann tíma sem þú fékkst að vera lyfjalaus,,,, það sýnir þér að þetta er hægt..... Ég myndi líka vera þakklát fyrir það að vera ekki á Hólmavík eða í ameríku eða á verri stöðum þegar þú gerir þér grein fyrir því að veikindin eru að koma aftur....... Þakklát fyrir það að hafa greiðan aðgang að lækni sem hjálpar þér og að þú getir, þrátt fyrir að vera íslensk valkyrja að hafa samband og "viðurkenna" að einkennin séu að koma aftur....

Þú ert hetja.......  Ég vona að ef sú staða kemur upp að ég veikist aftur að ég nái að grípa í taumana nógu snemma til að ég verði mér eða öðrum ekki að voða......

Þér er velkomið að hringja í mig í fjarveru spornsors.... Gangi þér vel dúlla... 

Helga Dóra, 5.7.2008 kl. 12:33

4 Smámynd: Marilyn

Hæ elsku dúllan mín

Það getur ekki verið neitt grín að vera óléttur og með ranghugmyndir og kvíða. Það sýnir styrk þinn að þú viðurkennir þetta og biðjir um aðstoð, og valkyrjurnar, jafn sterkar og þær voru, þær fengu sko aðstoð, þær höfðu dætur og vinnukonur osfrv. og stóðu sko ekki einar í því að sjá um hlutina. 

Gefðu þér kredit fyrir að komast þetta langt, einn dag í einu. Og hringdu endilega ef þú vilt spjalla. Gangi þér vel.

Marilyn, 5.7.2008 kl. 15:31

5 identicon

eg skal skipta vid tig.. tha getur tinn haus bara verid a tene i solbadi ;)

en ja kannast vid tad tegar ter lidur hratt.. langar helst ad henda ter aftur i skott ;) en hlakka til ad sja tig eftir nokkra daga musin min :* 

Andrea (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: María

Elsku Hafrún, takk fyrir að deila þessu með okkur. Vonandi hjálpar það þér í að vinna úr þessu. Og mikið rosalega er gott að þú gerir þér grein fyrir þessu. Þú ert bara hetja/íslensk valkyrja/mannleg.  Geggjað. Knús til þín

María, 5.7.2008 kl. 18:25

7 Smámynd: Brussan

Elsku Hafrún,

það er ekki veikleikamerki að gera sér grein fyrir stöðu sinni, að viðurkenna og opinbera sýnar tilfinningar og flækjur er styrkur.

Gangi þér vel...:)

Brussan, 6.7.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Elsku Hafrún takk fyrir að deila þessu, það er frábært hvað þú ert meðvituð. Gangi þér vel elskan og endilega hringdu ef þú vilt spjalla. Guð geymi þig.

Kristborg Ingibergsdóttir, 12.7.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband