Áskorun.

1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?

Já Hafrúnu Kristínu ömmu minni næstum alnöfnur. 

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? 

Gráta ég er að farast úr hormónum græt allavega einu sinni á dag. 

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?   

Nei alls ekki og ekki einu sinni þó ég vandi mig. 

4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST?

Lambakjöt er alltaf fyrstafloks. 

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG? 

Ég á eina 6 ára prímadonnu og annað á leiðinni. 

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN?

Hmm það er alveg spurning. Ætli það ekki bara ég hef allavega heyrt að ég sé skemmtilegt og góður vinur. 

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?

Nei hef aldrei náð almennilega kaldhæðni og fatta hana oftast ekki hjá öðrum. 

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?

já nei ég er lofthrædd við að standa upp á stól. 

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?

Ab-mjólk með jarðaberjum og caramellu sírópi nammi namm. 

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?

Nei til hvers? 

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? 

Nei ég tel mig ekki andlega sterka þarf að vinna í því en það mun komaþ 

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR?

Ís? þarf að læra að gera fráhaldsís. En vanalega var það sjeik með súkkulaði og jarðaberja bragði.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS?

Sjálfstraustið ég lít upp til kvenna sem vita hvers virði þær eru. 

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? 

Varalitur hmmm makeup er ekki fyrir mig.

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG?  

Neikvæðnin, meðvirknin, sjálfsgagnrýnin og að vera aldrei sátt við það sem ég hef.

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  

Ég sakna mest af öllu Ömmu minnar sem dó 2003 hún var mér allt. Hún var kletturinn minn. 

17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? 

Hmmm nei held að fólk hafi einhvað betra við tímann að gera. 

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? 

Er í svörtum buxum og bara gráum sokkum. 

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR?  

Ég borðaði hakk, fetaost, sveppi, lauk, gulrætur, gúrku, tómat og pítusósu og skolaði því niður með sítrónutopp :)

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?

Höfuðið á mér á yfirsnúningi ef þið horfið á formúluna þá er það svipað hljóð. 

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? 

Ég væri regnboginn bjartur og fagur.

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?

boss sem karlinn minn notar (ég valdi það) og naomi campell allar hehe.

23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?

Frænku mína. 


24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?

Já hún er æðisleg og án hennar væri ég ekki í fráhaldi. 

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?

ballett, dans og sund sýningar dóttur minnar og horfi þá á sem stoltasta foreldrið allra tíma.
 

26. ÞINN HÁRALITUR ?

Íslenski sauðaliturinn held ég.

27. AUGNLITUR ÞINN?

ljós blágrá til dökk blágrá  mismunandi eftir skapi og þreytu.  

28. NOTARÐU LINSUR ?

Nei kem ekki aðskotahlutum í augun mín. 

29. UPPÁHALDSMATUR ?

 Eins og var í GSA grillpartýinu :) aðalega samt blómkálsmúsin get lifað á henni.

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?

ég get ekki horft á hryllingsmyndir þannig ég verð að velja góður endir. 

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?

Getting over Sarah Marshal. 

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?

No comment.... en já á seinasta deiti kisti ég bara og hann er enn með mér 8 árum seinna. 

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?

Hef ekki prófað eftirétti í fráhaldi þarf að fara að prófa það. 

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?

einhver sem er lonely. 

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?

pabbi og Andrea.

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?

AA-bókina, 24 stunda bókina og Ísfólkið.

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?

Er ekki með músamottu það er sko 2008 er með fartölvu. 

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?

How to look good naked og calle girl. 

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?

hmmm fíla eiginlega hvorugt en ef ég verð að velja Bítlarnir.

40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?

úff ég hef farið til Mallorca, Þýskalands, Rómar og London finnst þetta allt svipað langt hehe.

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?

hmm veistu ég hef ekki hugmynd. 

42. HVAR FÆDDISTU ?

Landsanum held ég alveg örugglega. 

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ?

Pabba, Andreu Og Maríu :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Góður,,,,,, snör viðbrögð.....

2008 Hafrún og ég er með mús við fartölvuna...... Myndi bilast að hafa hana ekki....

Já, væri gaman að sjá svörin við þessu frá pabba gamla.... Annars María næst á dagskrá....... Kíki hvort hún sé búin...... 

Helga Dóra, 6.6.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður Hólmar Karlsson, 6.6.2008 kl. 10:26

3 identicon

ólíklegt smólíklegt... ég skal sko bara víst gera þetta!! ...einhvern tíman!

Andrea (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband