Færsluflokkur: Bloggar

Dagur 40 og smá pælingar.

Já litla systir á afmæli bráðum og er að heimta afmælisgjöf.

Ég held að ég sé sú eina sem gef öllum systkinunum afmælisgjafir.

En svo er svo skrýtið ég á afmæli líka einu sinni á ári og þá fæ ég aldrei neitt hehe.

Og það muna ekki einu sinni öll systkini mín eftir afmælinu hrmpf.

En hey maður á víst ekki að vera eigingjarn eða fá gremjukast.

Þau gefa mér öll ansi mikið með því að vera til.

Varð bara að tjá mig aðeins um þetta, þar sem litla sys var á msn að spyrja hvað ég ætlaði að gefa henni í afmælisgjöf og hún á ekki afmæli fyrr en á fimtudaginn.

 

 


dagur 38-39 þar sem það er komið yfir miðnætti.

já hvað haldið þið ég er komin með einhverja pest og á voðalega erfitt með að halda öllu niðri en samt vigta ég og mæli matinn minn og tilkynni til sponsors.

Ég er með einhverja tegund af ælupest.

Er búin að vera eins og úldin tuska í dag.

Ég borða matinn minn og er svo við það að kasta upp heillengi á eftir en ég skal samt gera þetta.

En að öðru ég hef heyrt að gsa mataræðið works wonders en fyrr má nú vera.

Ég er ein af þeim sem fer á blæðingar mesta lagi 2-3 á ári en nei þetta mataræði er heldur betur að koma líkamanum í gang ég held að það sé núna verið að senda mér bakreikning fyrir síðustu 6 ár sem ég hef bara farið 2-3 á ári á blæðingar því ég er byrjuð á blæðingum númer 5 síðan 10. janúar 2008 og skapið alveg eftir því hehe. (greyið fólkið í kring um mig)

Þetta er ekki normalt held ég hehe en greinilega er líkaminn að reyna að laga sig og ég get ekki verið annað en ánægð með það en persónulega finnst mér að 1 skipti í mánuði sé alveg nóg.

 En jæja það er minna en vika þar til ég fer til London og spennan að byrja að magnast upp hehe.

Varð bara aðeins að pirrast. 


dagur 36 og mér líður eins og gellu aldarinnar.

Ég er svo mikil gella er að fara út á eftir og er í stuttum svona bolkjól og í leggings og með legghlífar og í hælaskóm

og mér finst ég æði.

Já þið lásuð rétt mér finnst ég æði :) 


Dagur 34 og þetta get ég.

Já hvað haldið þið að ég hafi gert í dag jú ég keypti hillu á ganginn upprunalega átti hún bara að sinna lyklum og símum þannig að þeir myndu vera á ákveðnum stað.

Ég brunaði í RL búðina og náði mér í hillu og körfur í hana og ákvað að kaupa kerti á hana líka.

Ég setti hana saman ALVEG SJÁLF og raðaði öllu mjög sætt og snyrtilega.

Þetta get ég í FRÁHALDI.

Og þótt ég segi sjálf frá þá kemur hillan mjög vel út er með 3 hillum í og er bara flott :) 


Dagur 33 og lífið er byrjað.

Já velkomin ég er ekki lengur áhorfandi á lífið ég er orðin þáttakandi :)

Það kom mér á óvart í gær að þrátt fyrir 8 kílóa létting þá er það minsti parturinn af öllu saman.

Ég er ekki að gera lítið úr léttingnum alls ekki. En miðað við líkamlega og andlega líðan þá er það í svona 50 af 10 mögulegum þannig að lífið er að brillera hjá mér þessa dagana.

Ég fór í fyrsta skipti í óperu í gær og fór með pabba og þetta var svo sætt að sjá hann, hann var svo hissa þegar við fundum sætin okkar sem voru uppi í stúku og það var enginn fyrir framan okkur enginn og hann þurfti að sjá miðana til að trúa að við værum virkilega að fara að sitja þarna já pabbi dóttirin veit hvernig á að tríta gamla manninn hehe. 

 Við fórum á LA TRAVIATA og vá þetta er með því magnaðasta sem ég hef séð maður tárast, verður reiður, glaður og klökkur til skiptis og svo gæsahúð inn á milli. 

Við vorum það heppin að við sáum allt sem fór fram og sáum leikóperu fólkið mjög vel þannig við sáum allar tilfinningarnar og söngurinn vá mér leið eins og Juliu Roberts í pretty women.

 

Jæja styttist óðum í London baby.  Bara 11 dagar og þá erum við í útlöndum :)


Dagur 32 og 8 kíló farin :)

Já í dag er dagur 32 og viktunardagur sem er 10 hvers mánaðar og vá ég misti 8 kíló á mánuði ég í minni bjartsýni bjóst mesta lagi við 5 þá sko tops.

Ég er enn í skýunum. Vildi bara deila með ykkur gleði minni.

ps. 8 kíló sko farin hehe. 


Dagur 30 og Eldavélin í molum.

Já dagur 30 og allt gengur æðislega nema eldavélin hún ákvað bara að láta helluborðið brotna í mola.

Já ég ætla næst að fá mér venjulegar hellur þessar gömlu þær allavega brotna ekki í miðri eldamensku.

 


Dagur 29 og guði sé lof fyrir útlendinga.

Já hvar er hjálpsemin í Íslendingunum?

Málið er að í gær lenti ég út af í hringtorgi hjá Þorlákshöfn og þá kom útlendingur og bjargaði mér.

Og margir búnir að keyra framhjá.

Í dag er ég með bílinn minn út á bónusplani og komst hvorki lönd né strönd þannig ég ákvað að vera bara heima en það var fullt af fólki sem sá mig reyna að bakka og komast úr stæðinu en einu sem buðu mér aðstoð voru útlendingar. Hvað er málið?

Erum við Íslendingar svona svakalega upptekin ég tek það fram að ég hjálpa ef ég sé að fólk er í vanda þótt það sé ekki meira en að leyfa þeim að sitja inn í bíl hjá mér meðan beðið er eftir hjálp.

En að öðru ég er á degi 29 og gengur rosalega vel. En samt er byrjað að læðast aftan að mér "einn biti sakar ekki" og "þú ert búin að vera svo dugleg þú mátt þetta"

En ég á viktunardag 10 hvers mánaðar og það er næst núna á sunnudaginn og ég er spennt en mjög hrædd. Það er einhvað við blessuðu vigtina sem hræðir mig.

En ég er komin í nýtt líf andlega þannig ég ætla að halda áfram sama hvað vigtin segir.

Ég er með þann pól að mataræðið er að gera það mikið fyrir mig að ef ég léttist er það bara plús.

Fólk sem hefur ekki séð mig síðan í byrjun Janúar sér mun á mér og lætur mig vita af því og það er æðislegt.

Líka ég finn að með hverjum deginum eykst sjálfstraustið því ég er að geta einhvað og ég veit og geri mér grein fyrir því að ég er mjög heppin að eiga svona góðan æðri mátt sem stendur við bakið á mér og hjálpar mér í einu og öllu í sambandi við matinn.

Ég þakka æðri máttarvöldum fyrir að hafa gefið mér GSA því það gerðu þau svo sannarlega.

Ég var oft búin að byðja æðri máttarvöld um hjálp við matarfíkninni og ég fékk alltaf svar og það var alltaf GSA þótt að ég hafi ekki náð því.

Því að ég bað um hjálp og þá mætti GSA fólkið í sjónvarpið og ég horfði og það gerðist 2x.

Svo bað ég aftur um hjálp og þá fann ég og vinkona mín GSA og hún byrjaði og var þar lengi.

Svo bað ég aftur um hjálp og þá kom vikan út með GSA fólki og vinkona mín ákvað að byrja aftur og ég staulaðist með.

Vá hvað ég er ánægð með að hafa farið með.

Hérna á heimilinu er ekki búinn að vera skyndibiti síðan í byrjun janúar sem er met því það var maturinn sirka 6x í viku.

Ég er búin að elda 28 kvöldmáltíðar í röð og sú númer 29 verður í kvöld ( ég elda vanalega aldrei)

Ég borða reglululega og það er kraftaverk fyrir mig.

Ég er að uppskera svo mikið þakklæti fyrir að fá að vera til og vera nákvæmlega eins og ég er.

Ég er að fatta að ég er æðisleg eins og ég er.

Takk heimur og GSA fyrir að taka mér eins og ég er. 

 


Dagur 26 og ég fæ framtíðar ökuskirteini.

já ég fór í akstursmat í morgun og gekk svakalega vel meðaleinkunninn hjá mér var 4,8 en hæðsta einkunnin í þessu er 5 og lægsta 1. Ég vanmat mig rosalega ég gaf mér meðaleinkunina 3 sem er svona normal keyrari hehe.

Heyrðu já þið munið eftir hamstrinum okkar honum Grísakút hann beit mig í gær í buttann og vá hvað þessi dýr geta bitið fast.

en já vildi bara monta mig yfir hvað ég er góður keyrari :) 


Dagur 24 og kominn nýr fjölskyldumeðlimur.

Já allt gengur æðislega í mataræðinu:)

En hvað haldið þið að hafi gerst á heimilinu?

Jú við fjölguðum við fengum okkur rosalega fallegan dverghamstur.

Hann er í bleik/fjólubláu búri og heitir Grísakútur. hehe

 

Have a nice day:) 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband