Færsluflokkur: Bloggar
Dagur 60 :)
9.3.2008 | 12:59
Jæja gellur þá er komin dagur 60 í fráhaldinu og ég og laskaði hausinn minn liggjum hér og viljum ekkert rosalega mikið hreyfa okkur enda skall hnakkinn innilega í gangstéttina fyrir utan hjá pabba í gær.
Ég tók sko ekki eftir hálkunni en allavega ég jafnaði mig einhvað heima hjá pabba en ákvað svo að ég væri orðin góð og fór heim en nei þá heimtaði maðurinn minn að ég færi á slysó því ég var víst ekki alveg ég sjálf og var enn með sjóntruflanir og mundi varla ekkert eftir deginum.
Við fórum upp á slysó og biðum við biðum frá um hálf 5 og ég komst heim um 23:00 minnir mig.
Þá var sko gott að hafa stuðning sponsorsins.
En núna er ég að pæla það er fundur á morgun þannig ég þarf að fara að elta uppi lykilinn að fundarstaðnum þar sem ég sé nú um kaffið hehe.
En já merkilegast fynst mér að ég sé á degi 60 semsagt 2/3 af 90 dögunum eru búnir og á morgun er viktunardagur númer 2 og ég er megaspennt. (vona bara að mar á höfði þyngi mig ekki en þá verður bara meira farið í viktun 3 hehe)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagur 57 og 4 dagar í viktun.
6.3.2008 | 13:21
Já fólk ég er svo ánægð með lífið hehe.
Karlinn í útlöndum en hann kemur heim á morgun.
Dóttirin með flensu ofan í hlaupabóluna en það er bara tímabil.
Ég föst inni og búin að ná setningunni"svefn er lúxus"
En vitið þið hvað það er bara allt í lagi þetta felst í því að vera partur af lífinu.
Já ég er rosalega hamingjusöm og ánægð að vera orðin partur af mínu eigin lífi.
Bæta aðeins við hehe.
Ég fór út í búð að kaupa kartöflumjöl í baðið hvað haldið þið að ég hafi komið með heim já ég kom heim með flórsykur
Smá meiri viðbót.
Jú hvað haldið þið ég er orðin veik líka. Ég á í vandræðum með að halda niðri matnum mínum og er bara rosalega flökurt og dofin ég sem ætlaði í matarboð á morgun Ég veit að þær munu allar sakna mín hehe.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hlaupabólan komin í húsið.
5.3.2008 | 00:53
Jæja þá er dóttirin komin með hlaupabóluna.
Hér var farið á læknavaktina eftir fundinn í kvöld því að henni var svo illt aftan á hálsinum og með hita og komin með bólur sem mamma hennar var ekki að fatta hvað væri.
En ástæðan fyrir verkjunum í hálsinum er að hún er með hlaupabólu akkurat innst inn í hálsinum og ef hún beygir hálsinn þá strekkist á bólunni en þetta verður fínt hún er búin í baði og búin að fá áburð á bólurnar en vá hvað það var erfitt þar sem það spruttu upp bólur meðan ég var að setja hann á og ég sem er mjög mikill fullkomnunarsinnir þá þurfti sko að setja á ALLAR og kerfið mitt var ekki að virka þar sem bólurnar hlýddu ekki.
En svo ákvað ég að taka æðruleysið á þetta og róa mig niður og kláraði að setja á þær sem ég fann og ákvað að ef hana klæjaði skyldi hún bara koma aftur og ég skyldi bera betur á hana.
Núna liggur hún inn í rúmi með mynd að reyna að sofna.
En þetta get ég ég get verið til staðar fyrir hana.
Eina sem ég þarf að komast að er hvort ég hafi fengið hlaupabóluna.
Og ef þið hafið einhver hlaupabólutips endilega deilið þeim með mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur 55 og ég á bestasta bróðir í heimi.
4.3.2008 | 17:00
Já dagur 55 og dóttirinn ennþá veik og geðheilsan mín orðin tæp en hvað haldið þið.
Jú litli bróðir minn 15 ára ætlar að bjarga málunum hann ætlar að passa fyrir mig í kvöld þannig að ég komist á fund.
Hann ætlar að koma allaleið úr Vesturbænum upp í Breiðholt til að passa fyrir mig þannig að ég komist á fund. Það eru ekki allir sem eiga svona æðislega fjölskyldu. Og sérstaklega þar sem ég get hvorki sótt hann né keyrt hann heim.
En svona er hann yndislegur drengur með hjarta úr gulli.
Ég er bara svo þakklát fyrir að vera ég og eiga góða að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dagur 54 og held ég sé alvarlega veik hehe.
3.3.2008 | 19:05
Já maðurinn minn fór til Möltu í morgun og við mæðgurnar erum bara 2 heima.
já og dóttirin er enn að jafna sig eftir veikindi helgarinnar.
En ég er búin að finna það út að ég er ekki þessi týpa sem get verið heima allan daginn og gert ekkert.
Þannig að ég er búin að vera á fullu að taka til inn á milli og fara ofan í skúffur og henda slatta.
Einhvað sem ég geri aldrei vanalega sér maðurinn minn um allt svona.
En ég var aðvöruð út í London að þetta gæti gerst.
Ég er búin að taka úr uppþvottavél og setja í hana.
Núna er ég bara að slaka aðeins á áður en ég fer að elda.
En greinilega kraftaverkin gerast.
Er bara að pæla hvernig ég get haft nóg að gera fram á lágmark fimmtudag gæti verið að karlinn verði lengur úti.
Hmmm Jæja farin að elda :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dagur 52 og fráhaldið er það mikilvægasta í mínu lífi.
1.3.2008 | 20:32
Já ég er alltaf að komast að því betur og betur hvað fráhaldið er að gera fyrir mig.
Pabbi fór í aðgerðina á föstudaginn og ég tók bara æðruleysið á það og stressaði mig ekkert því það myndi ekki hjálpa neinum að hafa mig nálægt að fara á límingunum.
Aðgerðin gekk vel og hann er kominn heim.
En í gærkvöldi kom það sem skiptir mig mestu máli og kennir mér að fráhaldið er það mikilvægasta í mínu lífi karlinn var að vinna frameftir og ég og Eva einfaldlega nutum okkar spiluðum á venjuleg spil hún var að kenna mér steliþjóf spilið og fleiri spil, svo var bara eldað saman og svo kúrað yfir Bubba.
Svo í dag erum við báðar búnar að vera veikar en þá bara kúruðum við saman mæðgurnar.
Er þetta ekki lífið að geta verið með barninu sínu og notið þess?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagur 49 og á Vendipúnkti.
27.2.2008 | 12:27
Jæja fólk núna er ég komin á ákveðinn punkt sem ég er mjög hrædd við.
Ég er að byrja að ná markmiðum mínum og er skíthrædd við það.
Ég er alveg að komast í 2 stafa tölu í þyngdinni.
Ég er orðin ánægð með sjálfa mig og lífið.
Ég er farin að fatta að ég get verið hamingjusöm.
Þetta eru samt þeir þrír hlutir sem hræða mig ógurlega mikið.
Og núna er í höfðinu á mér "make it or brake it" setningin mín fræga.
Alltaf þegar ég kemst á þennan stað þá forða ég mér til baka af því ég kann það.
En núna er einhvað sem stoppar mig í að fara til baka.
Ég segi að London hafi breytt mínu lífi því þar fann ég fyrir kærleika og skylning sem ég hef aldrei fundið áður. Ég fann að hinar leyfðu sér að vera hamingjusamar og höfðu samt verið hræddar við það áður.
En ef ég ætla að "make it" þá veit ég að ég þarf að halda áfram að vigta og mæla matinn minn (það er auðveldasti parturinn)
En ég þarf þá líka að fara í sporinn þau hræða mig smá því þá er ég búin að velja hvort ég ætla að "make it or brake it"
Og ég yrði að höndla það hræðilegasta ég gæti orðið ósjálfkrafa hamingjusöm og ánægð (má það?)
Jæja ég varð bara að deila með ykkur hugsununum mínum í dag því ég er á tímamótum í mínu lífi fynnst mér.
Knús og kossar héðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Dagur 44 og London Baby.
22.2.2008 | 03:16
Já ég sit hér föst við tölvuna búin að gera allt tilbúið fer og sæki eina um 5 leytið og svo bara bruna ég upp á völl vá eftir 6 tíma verð ég komin í loftið vá.
og um Hádegi verð ég í London og mun versla af mér rassinn.
Búin að pakka öllu og vikta töskuna hún er innan marka þrátt fyrir að ég haldi að það sé ekki til matarbiti í London.
Vá ég fór seinast til útlanda 2000 og ég hef aldrei farið on my own fyrr en núna.
Ég er með tvær vigtar með mér ein í ferðatöskunni og hin í handfarangri :)
Jæja ég ætla að fara að slaka á fyrir ferðina.
Kv. Hafrún London fari :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagur 42 já 42.
20.2.2008 | 16:10
Dagur 42 og ég er búin að sjá að þetta er lífið :)
Ég hélt að ég myndi ekki endast heilan dag eins og með allt hitt ruglið.
En hvað haldið þið bara morgundagurinn og svo London á föstudaginn.
Minnir mig á að ég þarf að versla london nesti hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað haldið þið að ég hafi gert.
18.2.2008 | 18:43
Eins og margir vita var ég einu sinni að selja Tupperware og hætti því þegar ég veiktist.
En ég fór í dag og ákvað að gerast aftur söluaðili vá hvað ég er spennt.
En aðalega var ég að fara uppeftir fyrir eina gsa konu til að fá kælitöskuna handa henni þar sem London er bara að skella á núna um helgina :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)