Færsluflokkur: Bloggar
Dagur 90 :)
8.4.2008 | 14:58
Já þetta get ég, ég er á degi 90 og er svo glöð:)
Vildi bara deila þessu með ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Dagur 87 og 88 að koma :)
6.4.2008 | 00:23
Já lífið gæti ekki verið betra er á degi 87 og búin að tilkynna dag 88.
Maðurinn minn er komin á sama mataræði og ég og það er æðislegt.
Hann reyndar vill ekki fara á fundi og fá sér sponsor.
En hann er búin að vera með mér í þessu núna í 4 daga og honum gengur æðislega.
Það er svo æðislegt að horfa á hann vigta og mæla matinn sinn og að sjá muninn á honum er frábært.
Hann viktar eftir karlaprógramminu og fyndnasta er að ég verð inn á milli alveg rosalega abbó að hann megi fá meira prótín heldur en ég (ég er ekkert hömlulaus ofæta neinei hehe)
Það er enn svo innilega að koma mér á óvart hvað mér eru allir vegir færir í fráhaldi.
Ég virðist geta gert svo miklu meira en ég hafði nokkurn tímann ýmindað mér.
Fór á ballett sýningu hjá dóttur minni í dag og gat notið þess að horfa á hana var ekki að hugsa um mat allan tíman. Sat bara þarna og horfði á dóttur mína dansa og naut þess í botn að sjá hana sýna ballettinn og að sjá hvað hún er orðin rosalega góð í ballett og já auðvitað var ég stoltasta mamman á svæðinu hehe.
Að sjá 6 ára dóttur mína dansa í dag þá fattaði ég hvað ég hafði mist af miklu í hennar lífi þótt ég hafði verið á staðnum þá var ég aldrei akkurat á staðnum. Þetta er sýning númer 4 sem hún var að sýna og þetta er fyrsta sýningin sem ég var á staðnum bæði líkamlega og andlega.
Fór einmitt að pæla í þessu í dag hvað maður hefur mist af miklu af því maður var að pæla í allt öðru.
Ég semsagt var alltaf á staðnum líkamlega en andlega var ég alltaf að pæla í næstu máltíð og hvar og hvenar ég myndi finna hana.
Í dag þakka ég og fjölskyldan mín GSA að ég geti funkerað almennilega.
Því ef ég er ekki í fráhaldi þá á ég ekki þetta líf sem ég á í dag.
í dag er ég þáttakandi í lífinu mínu ekki bara áhorfandi og það er svo stórmerkilegt.
Og besta er ég er byrjuð að passa inn í lífið mitt :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagur 83 og ópera á föstudaginn hehe.
2.4.2008 | 00:08
Já hvað haldið þið ég er aftur á leið á óperusýningu :)
En núna fer ég á general prufu á cosi fan tutte sem er að ég held grínópera það verður spennandi að sjá.
Já ég er að njóta lífsins hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dagur 79 og atvinnuviðtal :)
28.3.2008 | 13:16
Jæja ég er á degi 79 sem mér finnst stórkostlegt og er að fara í atvinnuviðtal og svo líklegast í kvöld að keyra út Tupperware já stelpur ég er ekki búin að gleima ykkur hehe.
Ég er semsagt að fara í atvinnuviðtal á eftir þannig að hugsið endilega vel til mín.
Ég er að fara í viðtal á hjúkrunarheimili. Því það er eitt af því sem ég kann og er góð í.
Ég elska að hlusta á frásagnir frá eldra fólkinu segja mér frá því hvernig það var þegar þau voru ung.
Ég hef tröllatrú á sjálfri mér að ég geti þetta því ég get allt í fráhaldi.
Ég er enn að reyna að finna með sjálfri mér í hvaða % ég vil vera en ég mun vita meira eftir viðtalið.
Ég er bjartsýn og held að eg muni bara fá jobbið þar sem ég hringdi í gær og ég var að vinna við sama starf sumarið 2006 og þegar ég hringdi þá mundi konan eftir mér og hún var mjög ánægð að heyra að ég vildi koma aftur :)
Þannig að góðar hugsanir eru vel þegnar hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur 77 þótt það sé komið fyrir miðnætti hehe.
27.3.2008 | 00:51
Ég hef mikið verið að pæla í fötum og að máta minni stærðir hérna heima er til dæmis búin að finna það út að ég er komin í stærð 44 eða 16 eftir hvort númerið maður talar um og er það stór sigur frá stærðum 22 eða 50 og yfir.
Ég er varla að trúa þessu hvað allt gengur vel.
Ég var það heppin að ein úr GSA lét mig hafa poka með fötum í minni stærðum sem ég passa í núna og mun passa í eftir smá.
En ég er samt í höfðinu á mér að pæla í að Evans og þær búðir sem ég versla í fara bráðum að hætta að eiga föt í mínum stærðum og mér finnst sú tilhugsun hræðileg eins og hinar búðirnar eigi ekki föt á mig hehe.
Maður er bara orðinn svo vanur að geta bara verslað í "bollubúðunum"
Og maður er eiginlega bara hræddur við hvað gerist þegar þau föt eru of stór fyrir mann.
En ætti maður þá ekki að fagna?
Svo að skemmtilegra máli Hringurinn minn er orðinn laus haha mér finnst það snilld.
Ég næ honum léttilega af mér og ég er hætt að vera með svona svakalegt far á puttanum þegar ég loksins næ að færa hann. Það var alltaf far langt inn í puttann en núna er ekkert far.
En það er samt svo skrýtið ég verð alltaf eins og kleina þegar fólk segist sjá mun á mér hehe.
En svo er líka pæling í hvaða þyngd ég vil enda. Ég er svo skrýtin ég verð alltaf að hafa svoleiðis á hreinu nema í fyrsta skipti núna er ég að pæla í að kjörþyngdin mín miðað við hæð er 63-78 kg en mér finnst það svo stórt bil.
Þannig að mín fyrsta pæling er að ná í 78 og sjá svo hvernig mér líst á mig þar.
Ég veit sjálf að ég fer aldrei í mín 65 kg eins og ég var því það var eiginlega bara skinn og bein allavega samkvæmt myndum.
Þannig að ætli ég verði ekki sátt í 70-75kg.
jæja nóg af næturpælingum hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Framhaldið af æðislegum páskadegi.
23.3.2008 | 21:17
Já ég er sko í fráhaldi í dag og það er æðislegt.
Ég gerði páskaratleik og ein af vísbendingunum var "mamma notar mig alltaf áður en hún fær sér að borða" og dóttir mín hljóp af stað og maðurinn minn spurði hana hverju hún væri að leita af þá sagði hún hátt og skýrt "vigtinni hennar mömmu" eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Ég hjálpaði henni að brjóta páskaeggið og koma því í skál fyrir hana og vá það var æðislegt hvað það var auðvelt að fá sér ekki neitt.
Ég elska að vera ég og eiga ykkur öll að :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur 74 og páskadagur :)
23.3.2008 | 08:03
Já það er dagur 74 í fráhaldinu mínu í dag
Og vitið þið hvað ég er búin að fela páskaeggið fyrir dótturina og gera vísbendingar um alla íbúð.
Og núna bíð ég eftir því að hún vakni.
Ég gerði forvarnarstarf áðan ég ákvað að ummálsmæla mig gerði það seinast 27 janúar og núna eru 42 cm farnir sem er mjög gott
Ég ákvað að vera örugg í dag semsagt er búin að ræða við manninn í efri hæðum og dagurinn er matarlega skipulagður og búið að tilkynna hann til sponsors og ég veit að það er næstum hálfur meter farin af mér í sentimetrum og líðanin er æðisleg er hægt að hafa það betra ? Og ég veit að matarlegt fall er ekki fararheill þannig það verður ekki í boði í dag.
Ég mun hafa mitt pepsí max sem er mitt treat þessa dagana.
Líka ég er búin að skrifa 6 baðsíður í word um hvernig ég man eftir líðaninni minni fyrir fráhald og hvernig mér líður í fráhaldi og vá það er stór munur þar á.
Ég er komin með vonir, drauma og markmið það er mjög nýtt fyrir mér.
Semsagt ég er búin að tryggja eins vel og ég get að dagurinn í dag verði auðveldur fráhaldslega séð.
Svo er ég það heppin að ef ég fer óvart að leyfa hausnum að fara í óæskilegar hugsanir þá hef ég margar æðislegar GSA konur á bak við mig já ég er það æðislega heppin að hafa æðislegt stuðningsnet á bak við mig.
Og svo á ég líka æðislegan mann sem ég veit að stendur fast með mér eins og klettur og er tilbúinn að synda björgunarsund hvenar sem er til að hjálpa mér með höfuðið mitt. Og ef hann mætti ráða þá myndi hann setja mig í flotgalla, björgunarvesti utan um og svo myndi hann setja björgunahring utan um mig til að gulltryggja mig þótt ég sé bara í grunnri sundlaug í þessum málum í dag bara ef ske kynni að ég gæti kanski dottið.
Já semsagt ég er ein hepnasta manneskjan í heiminum akkurat núna
Gleðilega páska og njótið dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagur 70 semsagt nýr tugur :)
20.3.2008 | 00:48
Já dagur 70 og mér finnst það alltaf jafn merkilegt að ég nái nýum tug í fráhaldinu hvernig verð ég þegar ég næ þriggja stafa tölu í fráhaldinu hehe.
En ég vildi bara hrósa sjálfri mér fyrir að vera ég.
Ég kynnti Tupperware í kvöld og hafði það notalegt með GSA gellunum og svo fór ég heim og þreif hamstrabúrið og Grísakútur (dverghamsturinn) er svo ánægður að vera kominn með hreint búr að hann veit bara ekki alveg hvað hann á við sig að gera.
Ég er að pæla ef ég tek almennilega til og þríf íbúðina mína ætli ég verði svona ligeglad líka?
Ætti maður að taka páskahreingerningu á morgun?
Það er pæling ég veit að maðurinn minn myndi fá sjokk ef ég myndi byrja að taka til og þrífa upp úr þurru hann myndi líklegast senda mennina í hvítu sloppunum að sækja mig.
Allavega held ég að ef ég þríf allt hátt og lágt þá minki tíminn sem ég hef til að stara út í loftið og óska þess að ég gæti fengið mér páskaegg.
En setningin í höfðinu mínu þessar mínúturnar og verður næstu daga er " Fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu" og " ekki taka fyrsta hömlulausa bitann"
Því ég veit að eitt páskaegg er sko alls ekki nóg fyrir mig.
En ég og minn æðri máttur ætlum að komast í gegnum páskana einn dag í einu og ef það gengur ekki þá bara eina máltíð í einu og ef það gengur ekki þá bara einn klukkutíma í einu og ef það gengur ekki þá bara hálftíma í einu og ef það gengur ekki þá bara korter í einu og ef það gengur ekki þá bara 5 mínútur í einu annars bara mínútu og mínútu en það skal takast.
En ég komst að því í kvöld að ég get átt rólega tíma líka ég var bara mjög róleg og naut þess að vera róleg og að vera ég.
Það sem ég elska við að hitta hinar GSA gellurnar er að eins ólíkar og við erum þá bætum við hver aðra upp. Og ég er loksins hluti af hóp ekki aðeins meira svona eða hinsegin ég er eins og þær.
Og það er æðisleg tilfinning.
já og ég held bara að ég verði að viðurkenna það ÉG ELSKA LÍFIÐ MITT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur 69 og hvað er maður að kvarta.
18.3.2008 | 19:14
Ég er á degi 69 og er búin að vera að pæla hvað í ósköpunum hef ég yfir að kvarta jú ekki neinu.
Ég á yndislegan mann, frábæra dóttur, þak yfir höfuðið, mat á borðum.
Semsagt ég hef allt sem ég þarf.
Hvernig væri að maður færi að meta það sem maður hefur?
Það er svo innilega ekki sjálfsagt að eiga það sem ég á sem sé manninn, barnið, þakið og matinn.
Og svo í ofanálag er heilsan öll að koma hún hefur ekki verið svona góð í mörg ár.
En alltaf vill maður meira.
Hvernig væri að njóta þess sem maður hefur akkurat núna og svo bara njóta þess enn betur ef lífið verður betra.
Ég er mjög þakklát fyrir að vera ég og hafa það sem ég hef.
Það eiga ekki allir mann sem stendur við bakið á manni sama hvað gerist og þá nákvæmlega sama hvað gerist.
Ég er sko alls ekki auðveldasti veikindapakkinn en maðurinn minn er búin að vera með mér í 8 ár í Mai.
Hann er búinn að styðja mig í líkamlegum jafnt sem andlegum veikindum og stendur sig rosalega vel.
já og ég þakka innilega fyrir að ég er enn á lífi og ég er í fráhaldi í dag þá get ég staðið við hlið mannsins minns eins og hann hefur gert fyrir mig.
Fráhaldið gerir mér kleift að sinna lífinu.
Takk heimur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagur 61 og viktunardagur.
10.3.2008 | 10:37
Já ég get ekki leynt því ég er spæld það er viktunardagur í dag og bara eitt kíló farið af mér.
Ég var komin með þráhyggjuna í höfuðið áðan þar til maðurinn minn benti mér á að ég gæti kanski farið úr nærbuxunum og tekið hringinn af og svoleiðis. Þá fattaði ég úbs Hafrún þú ert að fara yfirum.
En allavega ég er ekki sátt við viktina mína hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)