Færsluflokkur: Bloggar

Dagur 23. Og lífið er fínt.

Ég ersvo ánægð  þessa dagana þótt að margt sé á afturfótunum eins og ég var að byrja á nýum lyfjum og eina sem ég geri er að vera þreytt og vera flökurt og margt fleira en þrátt fyrir allt þá vigta ég og mæli 3 máltíðir á dag því fráhaldið er það mikilvægasta í mínu lífi.

Ég fór að pæla í þessu í dag hvernig ég væri núna ef´eg væri ekki í fráhaldi jú ég sæti hérna með dekkað borð af kolvetnum og þótt ég sé með aukaverkanir af lyfjunum núna þá væri þetta mikið verra ef ég væri í ofátinu. Í fyrsta lagi hefði ég aldrei vaknað fyrr en á hádegi í fyrsta lagi.

Ég væri með í maganum og illt í líkamanum og líklegast væru aukaverkanirnar líka verri ég hefði enga orku.

En einmitt fólkið sem hefur séð mig nýlega segir að ég sé að verða ofvirk því ég stend ekki ég einhvern veginn dillibossast áfram hehe.

Ég þakka bara æðri máttarvöldum fyrir að hafa sent mér GSA hehe.

Þurfti bara aðeins að tjá mig. 


Sá þetta í dag og finnst þetta svp rétt.Gefðu þér tíma til að vera hamingjusöm.

Gefðu þér tíma til að vera hamingjusöm.
Þú ert undur lífsins á þessari jörð.
Þú ert einstök, sérstök, óbætanleg.
Veistu það?
Taktu þér góðan tíma
til að vera hamingjusöm.
Tíminn er engin hraðbraut
milli vöggu og grafar,
en staður
til að fá sér sæti í sólskininu.


Þú þarft ekki stöðugt að flýta þér,
strita í sífellu
og aldrei láta deigan síga.
Þú þarft ekki á hverjum degi
að gera öllum til hæfis
og vera alltaf sterk
og fullkomin.
Þú átt rétt á því að vera
ósköp hversdagsleg manneskja
með bara venjulega hæfileika.

Dagur 18 og London í Febrúar.

Já ég fékk að vita í gær að ef ég vildi þá væri ekki of seint að koma með til London í feb með GSA gellunum.

Og hvað haldiði að ég hafi gert jú ég pantaði flugfarið í morgun og ætla með.

Ég hef ekki farið til útlanda síðan árið 2000 finnst komin tími til að kíkja út hef reyndar aldrei farið til London en ég treysti stelpunum fyrir mér. Snýst þetta ekki hvort sem er allt um traust?

En í gær var GSA dagurinn og vá hvað þetta var æðislegur dagur.

Ég fattaði þá endanlega að ég passa þarna inn eins og flís við rass hehe.

Ég var það heppin að pabbi kíkti með mér á einn fundinn og mér fannst það æðislegt:)

En líka það sem ég er að pæla er ég ekki bara heppin að hafa fengið sjúkdóm sem er til ráð við?

Hefði getað fengið einhvað miklu verra en matarfíkn. 

 

 


Dagur 15.

Jæja þá er kominn dagur 15 og þetta virðist verða bara auðveldara með hverjum deginum.

Var i skólanum í dag og þar voru nokkrir sem fóru niður í ráðhús að mótmæla.

Djö er ég stolt af Íslendinum fyrir að mótmæla þessari sirkussýningu.

Ég hefði farið með og púað ef að ég hefði ekki þurft að mæta í tíma.

Ég hef fengið að heyra að ég sé krati út af mínum skoðunum en ég tel að það sé gott að hafa skoðanir og standa fast á þeim.

Ég vil að það verði kosið aftur bara breyta lögunum sem banna það.

Eða meiga þeir bara gera það sem þeim sýnist?

Ég vil Dag aftur sem borgarstjóra og helst láta henda sjálfstæðisflokknum í ruslið.

En sorglegast finnst mér þegar fólk sem á hvorki í sig eða á og hefur ekkert getað mentað sig að það skuli virkilega kjósa stjálfstæðisflokkinn vill einhver útskýra þá vitleysu fyrir mér? 


Dagur 14 og byrjuð almennilega í skólanum

Jæja þá er dagur 14 og þetta tókst fór með gott nesti í skólann.

En þetta er samt smá munur því ég þarf að vakna mikið fyrr núna til að borða morgunmat.

Vanalega vaknaði ég bara og hljóp út og í skólann án þess að borða neinn morgunmat og beið alltaf eftir að klukkan yrði 10 til að geta hlupið í skólasjoppuna að fá mér að éta.

Svo í hádeginu það liggur við að núna að ég nái varla að borða allan matinn minn ég fæ sko bara 30 mín í mat en það tókst í dag. Þarf bara að passa núna hvað ég fæ mér í hádeginu að það ég geti borðað það bara á 30 mín.

En þetta er svo skrýtið það er eins og lífið sé að opnast og allt sé mögulegt :)


Dagur 12

jæja þá er kominn dagur 12 og ég fékk hálfgerða martröð í nótt.

Mig dreymdi að ég væri að háma í mig kúlusúkk og væri búin að fylla alla vasa af því þannig að ég myndi eiga nóg hehe og ég hugsaði alltaf í draumnum að núna væri ég fallinn.

En svo vaknaði ég með svo mikla skömm yfir að hafa hámað allt kúlusúkkið í mig að ég var á bömmer.

En svo fattaði ég sem betur fer að þetta var bara draumur og fór og vigtaði og mæli morgunmatinn minn hehe Joyful


Jibbý dagur 11 í dag.

Ég er komin á dag 11 í mataræðinu.

Ég er búin að meika að búa til kræsingar og halda upp á barnaafnæli.

Einnig búin að geta farið í bíó.

Og ekkert svindl. Ég er voðalega stolt.

Ég get þetta hehe.

Svo er alveg snilld hvað systir mín getur misheyrst við vorum heima hjá pabba að tala um æðruleysisbænina en hún heyrði að  við vorum að tala um æðruleysisspennuna.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband