Næst á dagskrá.

Meðgöngusund fyrir grindina mína og alla þá verki sem henni fylgja.

Já viljiði pæla GSA matarprógramm, 12 reynsluspor og meðgöngusund allt á sama tíma.

Semsagt ég mun fá rétta líkamlega næringu og andlega næringu og í ofanálag fá líkamshreyfingu.

Ég get allt hehe.

 

Vildi bara deila þessu með ykkur :) 

 


I do not share food of my plate.

já ég deili ekki mat með öðrum sem er á mínum diski.

Fólk virðist eiga erfitt með að skilja það þessa dagana sérstaklega vinir mínir.

Fólkið horfir á mig vikta og mæla matinn og elda hann frá grunni og samt reynir það að fá af disknum mínum.

Og setningin æi bara smá fer rosalega í taugarnar á mér.

Já hef fengið ófá kommentin að ég sé eins og Joey í friends. 

 

En að öðru mjög merkilegu ÉG GET DRUKKIÐ PEPSÍ MAX AFTUR :) 


Fórum í 12 vikna sónarinn og hnakkaþykktina í gær.

Og vá hvað þetta er frábært.

Að sjá litla krílið sitt meira segja hoppa hehe.

Við fengum að sjá heilann, magann, hendur, fætur, hjartað og einhvað fleira.

æðislegast var samt að sjá svipina á Ómari á meðan barnið var á skjánum þarna varð þetta raunverulegt alveg fyrir honum.

Ég auðvitað fæ öll einkenninn og finn að þetta er raunverulegt en Ómar nátturulega fær ekki meðgöngueinkenninn en í gær það var svp æðislegt að sjá hann fatta þetta það voru svipaðir svipir og þegar við fórum í 20 vikna sónarinn með Evu Rut hehe.

En við fengum að vita að barnið er ekki í neinni hættu að vera með einhverja galla samkvæmt sónarnum allt fullkomlega eðlilegt.

En núna er settur dagur samkvæmt sónar 15 des.

Sem er smá fyndið því Ómar verður 30. ára 16 des og Eva Rut er fædd daginn fyrir 20. ára afmælið mitt.

Ég þarf að læra á skannann okkar til að geta sett sónarmyndirnar inn hehe.

 


Áskorun.

1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?

Já Hafrúnu Kristínu ömmu minni næstum alnöfnur. 

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? 

Gráta ég er að farast úr hormónum græt allavega einu sinni á dag. 

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?   

Nei alls ekki og ekki einu sinni þó ég vandi mig. 

4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST?

Lambakjöt er alltaf fyrstafloks. 

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG? 

Ég á eina 6 ára prímadonnu og annað á leiðinni. 

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN?

Hmm það er alveg spurning. Ætli það ekki bara ég hef allavega heyrt að ég sé skemmtilegt og góður vinur. 

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?

Nei hef aldrei náð almennilega kaldhæðni og fatta hana oftast ekki hjá öðrum. 

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?

já nei ég er lofthrædd við að standa upp á stól. 

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?

Ab-mjólk með jarðaberjum og caramellu sírópi nammi namm. 

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?

Nei til hvers? 

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? 

Nei ég tel mig ekki andlega sterka þarf að vinna í því en það mun komaþ 

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR?

Ís? þarf að læra að gera fráhaldsís. En vanalega var það sjeik með súkkulaði og jarðaberja bragði.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS?

Sjálfstraustið ég lít upp til kvenna sem vita hvers virði þær eru. 

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? 

Varalitur hmmm makeup er ekki fyrir mig.

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG?  

Neikvæðnin, meðvirknin, sjálfsgagnrýnin og að vera aldrei sátt við það sem ég hef.

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  

Ég sakna mest af öllu Ömmu minnar sem dó 2003 hún var mér allt. Hún var kletturinn minn. 

17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? 

Hmmm nei held að fólk hafi einhvað betra við tímann að gera. 

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? 

Er í svörtum buxum og bara gráum sokkum. 

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR?  

Ég borðaði hakk, fetaost, sveppi, lauk, gulrætur, gúrku, tómat og pítusósu og skolaði því niður með sítrónutopp :)

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?

Höfuðið á mér á yfirsnúningi ef þið horfið á formúluna þá er það svipað hljóð. 

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? 

Ég væri regnboginn bjartur og fagur.

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?

boss sem karlinn minn notar (ég valdi það) og naomi campell allar hehe.

23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?

Frænku mína. 


24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?

Já hún er æðisleg og án hennar væri ég ekki í fráhaldi. 

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?

ballett, dans og sund sýningar dóttur minnar og horfi þá á sem stoltasta foreldrið allra tíma.
 

26. ÞINN HÁRALITUR ?

Íslenski sauðaliturinn held ég.

27. AUGNLITUR ÞINN?

ljós blágrá til dökk blágrá  mismunandi eftir skapi og þreytu.  

28. NOTARÐU LINSUR ?

Nei kem ekki aðskotahlutum í augun mín. 

29. UPPÁHALDSMATUR ?

 Eins og var í GSA grillpartýinu :) aðalega samt blómkálsmúsin get lifað á henni.

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?

ég get ekki horft á hryllingsmyndir þannig ég verð að velja góður endir. 

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?

Getting over Sarah Marshal. 

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?

No comment.... en já á seinasta deiti kisti ég bara og hann er enn með mér 8 árum seinna. 

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?

Hef ekki prófað eftirétti í fráhaldi þarf að fara að prófa það. 

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?

einhver sem er lonely. 

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?

pabbi og Andrea.

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?

AA-bókina, 24 stunda bókina og Ísfólkið.

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?

Er ekki með músamottu það er sko 2008 er með fartölvu. 

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?

How to look good naked og calle girl. 

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?

hmmm fíla eiginlega hvorugt en ef ég verð að velja Bítlarnir.

40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?

úff ég hef farið til Mallorca, Þýskalands, Rómar og London finnst þetta allt svipað langt hehe.

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?

hmm veistu ég hef ekki hugmynd. 

42. HVAR FÆDDISTU ?

Landsanum held ég alveg örugglega. 

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ?

Pabba, Andreu Og Maríu :)

 


Sumarbústaður um helgina með æðislegum konum.

já ferðin verður örugglega frábær.

Ég er reyndar farin að kvíða fyrir að sú/þær sem verða með mér í herbergi munu HATA mig eftir helgina.

Því ég er orðin hræðileg áður en ég sofna á kvöldin ég virðist þurfa að pissa 50 sinnum og snúa mér og velta mér og er alveg heillengi að sofna þannig að já ég verð klósettráparinn.

En vá hvað þetta verður samt gaman. 


bit og meira bit.

Dóttirin er með skordýra eða flugnabit á efri hluta lærisins og í náranum.

Við fórum með hana á læknavaktina því við höfðum aldrei séð svona hehe.

En núna er ég með svona í höfðinu að ég verði að gera allt heimilið spikk and span því það gætu verið skordýr hér jakk. 


ekkert merkilegt að gerast hjá mér.

En ég er samt ánægð.

Fór í smáralindina með vinkonu minni í gær og verslaði mér óléttuföt.

jamm gallabuxur í 42 og bol í  medium og það var í venjulegum stærðum.

Og 12 vikurnar eru búnar semsagt mesti hættutíminn :) 

Ég er mjög ánægð.

En samt mjög skrýtið að vera barnlaus heila helgi förum á morgun og sækjum hana og mig hlakkar til.

Kanski við finnum einhvað skemmtilegt að gera á sjómannadaginn.

 

En já nóg af mínu mjög svo rólega lífi. 


sjálfstætt fólk.

já ég var að horfa á sjálfstætt fólk og þar var Bergþór Pálsson í þættinum.

Og hann sagði svo margt sem ég skyldi svo vel.

Eins og að gera hlutina aldrei nógu vel nema hann tók þann pólinn í hæðina að halda áfram að æfa sig meðan ég gafst upp.

Svo er hann einmitt að tala um hvað það sé æðislegt að það séu ekki allir eins. 

En ég hef alltaf reynt að vera eins og allir hinir þannig þetta var smá vakning þannig kanski ég verði bara ég sjálf hehe.

Já þessi þáttur vakti mig aðeins til umhugsunar.

Fólk kemur út úr skápnum og jú það er erfitt meðan á því stendur en svo er það mikið frjálsara og miklu heiðarlegara við sjálfan sig því það hefur ekkert að fela lengur.

Ég held að ég sé inn í svona smáskáp en ekki á sama hátt og samkynhneygt fólk heldur svona í hvernig ég er.

Mig langar oft að gera hlutina allt öðruvísi en ég veit að "normalt" fólk myndi gera það svona og þess vegna geri ég bara hlutina þannig.

Ég hef oft fengið að heyra ða ég fari alltaf erfiðustu leiðina sem hægt er að fara í öllu sem ég geri.

Mig langar að læra auðveldu leiðirnar nema ég bara sé þær ekki hehe.

Jæja búin að bulla helling sjáumst seinna. 

 


Guð er ótrúlegur.

já ég fór áðan með systur minni í bíó (löngu komin tími á að hitta hana)

Ég var vel södd þegar ég kom þangað en það var bara lyktin af poppinu og nachosinu og svoleiðis sem var að fara með mig.

Ég settist inn í salinn með systur minni og drakk minn sítrónu topp.

En ég fékk þá flugu í hausinn að fá mér einhvað "got" ef það kæmi hlé.

En vitið þið það kom hlé en þá hringdi ein sponsían í mig að tilkynna morgun dagin og vá hvað það bjargaði mér algjörlega.

Það sem ég segi ég skipulegg ekki svona vel hvað gerist þarna var Guð að verki allavega ég trúi því.

Þannig ég er enn í fráhaldi og líður vel á degi 137 :)

 


það sem ég næ að koma mér í.

Já ég náði einhvern vegin að koma mér í þá stöðu að ég er að fara á morgun og láta einhvern klippa mig :$

Já það var einhver auglýsing um að það vantaði hármódel og ég bara sló til og sendi þeim línu og komst að ég bjóst ekki við því.

Er komin með tímasetninguna á morgun hvenar ég á að mæta og það verður þar klippifólk sem verður að læra einhverja tækni eða einhvað af útlenskum klippurum og já ég er ein af þeim sem verður æft sig á hehe.

En ég get huggað mig við það að hárið mitt getur ekki verið verra en það er núna hehe.

Er að pæla í á eftir að kíkja á fund hjá öðrum 12 spora  samtökum og ég veit að ég mun hafa gott af þessum samtökum líka því matur er ekki eina vandamálið í mínu lífi hehe.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband