pælingar.

Ég var að lesa umræðu á er.is eða gamla barnalandi og umræðan heitir fíknin sterkari en móðurástin.

Ég er reyndar bara matarfíkill og hef átt við minn geðsjúkdóm að stríða.

En ég get sagt með 100% heiðarleika að ég elska barnið mitt meira en allt en hún hefur ekki alltaf gengið fyrir öllu.

auðvitað vil ég barninu mínu allt það besta en þegar ég tildæmis var í ofáti þá bara einfaldlega var allt önnur forgangsröðun og jú ég fékk mitt og einhvern vegin allt annað var í móðu.

Sem betur fer hef ég átt og á æðislegan mann og við eigum barnið saman og barnið sem er á leiðinni.

Hann er öðruvísi en ég hann er ekki fíkill á nokkurn hátt og matur er bara matur fyrir honum nema hann borðar oft aðeins of mikið af honum en honum er svo slétt sama um bragðið (einhvað sem ég skil ekki) Og hjá honum hefur barnið okkar alltaf verið í fyrsta sæti og ekkert hefur haggað því og mun nokkurn tíman gera það.

En eftir að ég byrjaði í fráhaldi þá hefur lífið breyst fráhaldið er í forgangi og ég get sinnt dóttur minni eins og normalt fólk gerir.

Ég fer með hana á sundæfingar 2x í viku, við kúrum mikið saman, tölum mikið saman og erum bara farnar að vera mikið betri saman og ég næ loksins að tala við hana og gera margt með henni án þess að verða pirruð og sjálfselsk.

En semsagt bottomlænið er að ég hélt alltaf að áfengi og fíkniefni væru einu "alöru" fíknirnar en ég held núna að hvaða fíkn sem er hefur áhryf á börnin okkar. 

  


Vá tíminn líður.

Við vorum í Skólanum í dag í heimsókn dóttirin fór í tíma og svo í frímínótur og svo að borða nesti  og svo sögustund. Þau gerðu verkefni og henni fanst þetta æði.

 Á meðan var stressuðum foreldrum fylgt í salinn þar sem allir áttu að setjast og hlusta á skólastjórann og kennara og fleiri. 

Ég held því fram að mitt hjarta hafi verið miklu minna í dag heldur en hjarta dótturinnar nokkurn tímann.

En semsagt hún byrjar í 1. bekk 22. ágúst 2008.

 


skrýtin tilfinning.

Já ég er búin að grennast helling en get ekki verið í þröngum fötum því það þrýstir á legið.

Var alveg búin á því í gær eftir fund því ég fór í buxum sem passa í strenginn.

Greinilegt að það er allt að stækka þarna inni og föt mega ekki vera fyrir.

Ætli ég verði ekki bara í leggings og kjólum í sumar það þrengir ekki að hehe.

Líkaminn er stórmerkilegt fyrirbæri. 


Jæja þá er maður vaknaður.

Og ég verð komin út úr húsi um 10 leytið því ég þarf að fara með dótturina að versla afmælisgjöf fyrir vinkonu hennar.

Við erum búnar að plana sirka hvað hún ætlar að gefa henni núna er bara að finna það og afmælið byrjar klukkan 1. Ekkert vesen í hverju skvísan ætlar hún ætlar að fara í fallega bleikum kjól sem að er æðislega flottur og svo auðvitað ballett sokkabuxunum.

Svo ætlar mamman að kíkja í nokkrar búðir til að finna sér outfitt fyrir GSA tjúttið í kvöld hehe.

Ég reikna með að vera með í kvöld alveg fram að bæjarferðinni þá fer ég heim hehe.

því ég er eins og gamla fólkið endist bara vist lengi hehe. 

úff vitið þið hvað ég er að fatta ég hef úr fleiri búðum að velja en vanalega þar sem ég er komin í stæðstu stærðirnar í búðunum held ég.  

 


Núna er ég byrjuð að ofhugsa

Semsagt það er GSA partý annað kvöld og þemað er glamúr og glimmer úff já ég held að fataskápurinn minn sé ekki alveg að fúnkera í svoleiðis þema hehe.

fyrir utan það að fataskápurinn minn er eiginlega orðin of stór á mig hehe.

En já glamúr og glimmer ég er að láta hausinn minn fara á yfirsnúning til að finna outfitt.

En vá hvað mig hlakkar til hehe og fyndasta er mig hlakkar ekki mest til að sjá hvað er í matinn það hefur eki oft gerst að ég sé að fara að borða annar staðar og veit ekkert hvað er í matinn og er bara salla róleg yfir því. Er það ekki merki um bata? 


Já ég var að skoða myndir af mér fyrir fráhald.

Ég var að skoða myndir af mér fyrir fráhald á enga nýlega af mér en vá hvað ég þarf að skoða þessar myndir þegar ég dett í þá hugsun að ég sé feitari núna en þegar ég byrjaði í fráhaldi.

þarf að segja meira.

 Ég man ekki alveg hvenar þessi var tekin en það er ekki svo rosalega langt síðan hehe.

ég feit.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ég fyrir 3 árum á afæli dóttur minnar að fara að éta á mig gat.

fyrir hjónamynd Ein svona hjónamynd.

 

En vá hvað ég er ánægð að ég er ekki svona lengur ég er reyndar ekki komin í kjörþyngd en er búin að missa 22 kíló frá 10 janúar 08'  og á eftir sirka 10 kíló í kjörþyngd en 18 kíló þannig ég verði sátt hehe.

EN þið sem sjáið mig reglulega þá getið þið séð muninn hehe. 

 


8 ár.

Já ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í 8 ár eigum barn saman og annað á leiðinni og vá hvað hann greyið hefur þurft að þola í gegnum árin. Ég held að ég sé meira og minna búin að vera veik síðan ég kynntist honum.

En alltaf stendur hann mér við hlið eins og klettur ég hef oft reynt að hrekja hann burt en hann samt þá bara styður betur við bakið á mér.

Hann er gull af manni og betri eiginmann og barnsföður gæti ég ekki beðið um.  

Já þessi færsla er væmin en segir samt mikið um hvað ég er rosalega þakklát fyrir að hafa kynst manninum mínum ég fæ nefnilega stundum þá flugu í hausinn að ég eigi hann ekki skilið.

held oft að hann eigi að fá sko fullkomnu konuna sem heldur öllu hreinu alltaf og er vel til höfð og "normal"

En hann segist ekki vilja neina nema mig og oft skil ég það bara innilega ekki.

En ég er samt svo þakklát fyrir það að hann er minn.

Já ég get verið væmin líka svona fer GSA með mann lætur mann fá tilfinningar hehe. 

 


Ég verð að deila með ykkur aðalhlátursefninu á heimilinu.

Jú og undarlegt nokk þá tengist það mér.

Ég var í gær að skoða lærin mín og fann þessar undarlegu kúlur sitthvoru meginn rétt fyrir ofan hné aftan á og ýmindunaraflið mitt fer á fullt auðvitað var ég bara komin með banvænan sjúkdóm með öllu í mínum huga og fer einhvað að ræða við karlinn um þetta.

Hann voðalega alvarlegur ætlar að skoða þetta og svo kemur þessi þvíliki hneykslunarsvipur hjá honum "Hafrún þetta heitir VÖÐVAR"

Og við getum ekki annað en hlegið að þessu því ég var svo viss um að ég væri bara dauðvona sko.

En já svona er þetta þegar fitan fer og það er að koma líkami í staðinn hehe. 


Ég geri alltaf það sama á þessum tíma.

Já á hverju ári á Hvítasunnukvöldi horfi ég á Hvítasunnutónleikana frá Fíladelfíu.

já og ég mun gera þetta líklegast ár eftir ár því það er einhver undarleg ró sem fylgir því að horfa á tónleikana.

Og svo er ekki verra að á eftir er mynd bygð á sögu eftir Jane Austin á Rúv. 

Já ég sit bara hér í þvílikri ró.  

 

Bæta við og meira segja Tina Turner myndin er að fara að byrja á stöð 2+ þetta er sko mitt sjónvarpskvöld. 


Vá hvað ég er þakklát.

Ég er svo þakklát fyrir hvernig lífið mitt er í dag.

Ég vigta og mæli matinn þrisvar á dag og í gegnum það er ég búin að kynnast æðislegu fólki er með frábæran sponsor og já æðislegt fólk sem skilur mann.

í fyrsta skipti á minni ævi þá er ég umrkyngd fólki sem skilur mig hversu heppin er ég.

Það var viktunardagur í dag ég er búin að missa 22 kíló frá 10 janúar og núna síðasta mánuð fóru 7 kíló sem eru örugglega mikið til af því ég gat mjög lítið haldið niðri.

Ég er semsagt á 4 mánuðum komin úr 110 kg í 88 kg og fyrir mér er það rosalegt.

Líka ég er byrjuð að geta höndlað hluti mikið betur.

Ég er reyndar að læra á allar tilfinningarnar og svo með óléttuhormónana ofan í það og vá ég held ég tárist nokrum sinnum á dag því það er einhvað sem er bara svo rosalega sætt að ég tárast eða að einhvað sem einhver sagði og ég tók inn á mig og þá koma tár og vá hvað maður verður viðkvæmur.

 

Ég skrifa meira seinna bless í bili. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband