Vá mér líður stór :)

Já Eva Rut er byrjuð í 1. bekk byrjaði almennilega í dag.

Við fórum með henni í skólann í dag og hjálpuðum til í fyrsta tímanum við að raða bókum og svoleiðis.

En svo þurftu við að fara og vá hvað hjartað mitt varð að barbie stærð.

En já ég er semsagt móðir barns á grunnskólaaldri og líður verulega stór með það.

Dóttirin er svo ánægð með skólann og kennarann að ég gæti ekki beðið um betra vona bara að það endist einhvað.

 

Svo er ég að fara á prjónanámskeið í kvöld læra að prjóna sokkaparið saman á einum stórum hringprjón. og samkvæmt upplýsingunum sem ég hef þá byrjar maður að prjóna frá tá og upp.

Tjá tjá. 


Ég vissi það.

Ég vissi það ég sagði það meira segja við kennara dóttur minnar að ef ég horfi ekki á leikinn þá vinnum við.

Alltaf þegar við komumst langt og ég horfi á leikinn þá töpum við þannig ég ætla að gera Íslandi greiða og fylgjast ekki með handboltanum en ég er rosalega stolt af strákunum.

En líka þegar handboltaleikirnir eru og ég horfi þá fer blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi og ég öskra á sjónvarpið semsagt ég skipti um ham.

 


þessar 2 línur snertu mig rosalega í dag.

 

God promises a safe landing, not a calm passage.
If God brings you to it, he will bring you through it.

 

Þetta er svo satt hvað finst ykkur? 


Barnakerruvagninn kominn og rimlarúmið á leiðinni.

Jæja þá er þetta allt að verða raunverulegt.

Keypti barnakerruvagn í gær notaðan á barnalandi emaljunga nákvæmlega eins og mig langaði í nema bara þessi var notaður sá ekkert á honum og meira en helmingi ódýrari :)

Svo á morgun fer ég og næ í rimlarúmið sem er notað líka og keypt í gegn um barnaland líka hehe.

Svo ætlum við hjónin að losa allt úr aukaherberginu í sumarfríinu og breyta bleika litnum á því í gulan og setja bangsimon borða.

já ég er orðin rosalega spennt hehe. 

En semsagt um 131 dagur þangað til að 15 desember kemur :) 


Ég er með lítinn prins í bumbunni :)

 

20vsonar2 
 

 Þessar eru úr 20 vikna sónarnum hehe.

Skrýtið að heyra allt í einu "og þarna er typpið"

en þetta er æðislegt þá munum við eiga bæði kynin.

Vildi bara deila hamingjunni minni með ykkur :) 

 

 

20vsonar

 

 


Jibbý við munum hafa einhvað að gera næstu vikurnar.

Dóttir mín er hætt á leikskólanum og komin í 5 vikna sumarfrí eða þangað til skólinn byrjar.

Það er búið að versla skólatöskuna og allt skóladótið nema pennaveskið.

Og svo það sem dóttir mín er spenntust fyrir hún byrjar á reiðnámskeiði í fyrramálið og verður þessa viku og næstu á því frá 9-12 á hverjum virkum morgni.

Það verður skrautlegt að sjá hvernig þetta fer á morgun þar sem ég er skíthrædd við hesta.

Finst þeir allt of hátt uppi og vantar stýri og bremsur á þá.

hehe. 


Barnlaus helgi.

Jæja hér vorum við hjónin barnlaus alla helgina.

Eva Rut fór til tengdó á föstudaginn og þá skelltum við okkur í búðir og keyptum buxur á karlinn í 2 númerum minna :)

og svo fórum við og keyptum rúmið handa henni

69031045
Já nákvæmlega svona rúm og vá hvað það var mikið púsl að koma þessu saman við vorum allan laugardaginn að því og smá í morgun og svo er búið að skipta út öllu prinsessu út fyrir bratz.

Já og svo passaði ég fyrir frænku mína í gærkvöldi.

Ég hef heyrt að ég kunni ekki að vera barnlaus heila helgi og ég held að það sé bara satt.

Svo kom dóttirin heim í dag og sá rúmið komið upp og vá hvað hún var ánægð því hún vissi ekki ekkert um þetta svo í aukabónus sá hún að mamma hennar hafði keypt fullt af bratz dóti t.d. mottu, veggklukku, til að hengja á vegginn fígurur með brats og sængurver.

Svo fórum við mæðgur í dag og versluðum brats ljós og lampa allt í rock bratz stíl og náttkjól brats svo vantaði hana svo rosalega spilastokk að hún fékk hauskúpuspilastokk hehe.

Fyrir átti hún bratz teppi og nokkra bratz púða þannig að eina sem vantar er svona plast á skrifborðið og ruslafata.

 

Ég sem var búin að lofa sjálfri mér að BRATZ kæmi aldrei inn á mitt heimili hahahahaha. 


hálfs árs í dag.

Já stelpur í dag er ég búin að vera í 6 mánuði í GSA semsagt hálft ár.

Það var viktunardagur í morgun og ég er búin að þyngjast um 3 kíló.

En ég fór í gær í tvö líf og keypti peysu sem á að vera þröng en samt pláss fyrir kúluna og númerið sem ég passaði í var small ég segði það enn og aftur síðan ég var upp á mitt grensta hafa stærðirnar stækkað án djóks. 

 


Ég og minn geðsjúkdómur.

Ég var að fatta í kvöld að geðsjúkdómurinn minn er kominn á skrið.

Ég er orðin ofurparanoid út af öllu.

Ég er komin með vissar ranghugmyndir sem ég vonaði að ég myndi aldrei fá aftur en þetta fylgir því víst að vera lyfjalaus þannig að á mánudaginn þarf ég að hringja í geðlækninn minn og fá lyf því ég get ekki verið svona lengur.

Ég er orðin svo lífhrædd og það væri kanski allt í lagi upp að vissu marki en þegar það er farið að bitna á dóttur minni og manni þá er það orðið of mikið.

Ég er aftur komin með það að það sé einhver að fara að ræna dóttur minni.  Ég var með það líka þegar hún var nýfædd þá læsti ég öllum hurðum og gluggum en ég get það ekki núna því hún er orðin það gömul að hún veit sjálf að mamma er bara veik núna.

Kvíðinn er að fara með mig greyið maðurinn minn má ekki keyra neitt varla og þá er ég eins og versti ökukennari í heimi við hliðin á honum viltu hægja á þér, viltu bremsa, það er rautt ljós og þú keyrir allt of hratt eða aðalega mér líður of hratt í bílnum þó hann sé að keyra fullkomlega löglega hann má varla nálgast næsta bíl þá fæ ég bara kvíðakast því að maðurinn fyrir framan gæti kanski mögulega nauðhemlað. 

Ég er við hann eins og hann sé staurblindur og ég sé að lýsa öllu fyrir honum en þessi elska keyrir bara og segir mér að hann geti bara keyrt eftir sinni bestu vitund.

Ég var byrjuð í sporunum en svo bara datt ég úr þeim því mér fanst eins og sponsorinn minn væri að njósna um mig. Til hvers í ósköpunum ætti hún að vera að því? Ég veit að það er ekki rétt en heilinn minn vill ekki meðtaka það. 

Ég fattaði í kvöld að þetta er ekki normal og ég er aðeins að nefna hér örfáa af þeim hlutum sem eru í höfðinu á mér þessa dagana.

Hvernig fer fólk að því að lifa með geðsjúkdóm alla ævi?

Því þetta er ekki einu sinni versti parturinn af mínum sjúkdóm.

Ég er með geðhvörf sem ég kann ekkert á og svo í ofan á lag kvíða og ranghugmyndir.

Ég er farin að pæla næ ég einhvern tímann að verða heil já mig langar mest til að grenja þessa dagana en nei ég er Íslensk Valkyrja og get gert allt sjálf það er alltaf bergmálandi í höfðinu mínu.

Ég held að það væri best ef ég gæti bara skipt um höfuð einhver sem er til í skipti? 

Sorrí hvað þetta er langt og mikið væl. 


Svefninn að gera mig brjálaða.

Ég einhvern veginn sofna alltaf eftir kvöldmatinn minn og vakna eftir miðnætti og þetta er besta hvíldin sem ég fæ allan sólahringinn.

En versta er að kvöldin eru þá alveg horfin og að ég auðvitað vakna á kolvitlausum tíma.

það virðist vera að þegar kvöldmaturinn er búinn þá er ég bara búin á því ég reyni að klára fréttirnar á stöð 2 ég held því fram að þær svæfi mig því það er svo leiðinlegt allt í fréttunum.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband