Þá er komið að því.

já ég blogga aftur hehe.

Það er að komast rútína á heimilið sváfum ágætlega í nótt sváfum í tæpa 6 tíma með einu drykkjarhléi hehe.

Drengurinn var viktaður í gær og er orðinn 5,900 kg aðeins 4 vikna hann fæddist 4,320kg semsagt ég er algjör verðlaunabelja.

En vá hvað ein manneskja (ég) get borðað mikið af ógeðslegum kolvetnum ég er búin að sitja meira og minna og éta síðan hann fæddist úff enda er stefnan að fara á fund í kvöld og vá hvað mig hlakkar til.

Drengurinn var nefndur um leið og hann fæddist og heitir Daníel Hugi :)

Hann er algjör sjarmör og þegar hann veit að mamma er að verða pirr þá bara gefur hann mömmu sinni stórt bros og þá gleymist allur pirringur hehe.

Eva Rut er orðin 7 ára átti afmæli 14. jan og var haldið stelpna bekkjarafmæli og gekk bara vel.

Hún er orðin mikið sáttari við litla bróður en maður skilur vel að hún hafi verið abbó þar sem hún var búin að vera ein í tæp 7 ár með alla athyglina.

kveð að sinni.


Ísland er land þitt.

Ég var að hugleiða í morgun og ég komst að því að ég er bara mjög stolt af því að vera Íslendingur.

Ég er búin að vera að pæla í hverjar breytingarnar verða á næstu mánuðum.

Það sem ég fann út er að fólk hættir að vera svona rosalega háð veraldlegum hlutum.

Ég held að fólk verði þakklátara fyrir að hafa þak yfir höfuðið og mat á borðum og kanski meira segja færi að eiga "trúarlíf".

Ég held að fólk verði bara hamingjusamara og sáttara.

Jú þetta yrði erfitt til að byrja með að geta ekki gert allt sem manni langar til.

Þetta yrði tímabil og þá er spurningin þurfum við að fá lán frá imf?

Hvað lagar það?  

Hvað er það versta sem gerist ef við fáum engin lán núna?

Yrði það ekki bara tímabil? 


40 dagar í drenginn.

Jæja var í mæðraskoðun í morgun og var að segja ljósunni frá því að ég er gjörsamlega búin að vera að farast úr fyrirvaraverkjum.

En við komumst að því að hann er enn lausskorðaður og leghálsinn er enn langur og allt eins og það á að vera.

þannig ég er með alla þessa fyrirvaraverki fyrir ekki neitt eða eins og við komumst að áðan bara til að angra mig.

En semsagt í dag er ég komin 34 vikur og 2 daga :)

Alls ekki miskilja mig ég vil halda honum inni sem lengst hans vegna en ég er bara ekki mikið fyrir verki.

Já og fékk sjokk í morgun þegar ég fór á vigtina hjá ljósunni semsagt síðan ég byrjaði hjá henni er ég búin að þyngjast um 5 kíló og 2 þeirra komu bara síðan fyrir 2 vikum.

 

Smá nöldur í boði óléttínunnar.

 


50 dagar í drenginn.

já sirka 50 dagar í drenginn en ég er búin að setja baðborðið saman og vá já blóð sviti og tár með dass af athyglisbrest.

Ég semsagt keypti svona trébaðborð úr Ikea á að vera mjög imbaprúf en ég er ekki alltaf öll í því að hafa athyglina með mér og náði að troða spýtu í augað á mér og já því fylgdi nokkur tár og vel valin orð og ég ætlaði sko ekki að klára þetta þetta var bara gallað en í morgun kláraði ég að setja það saman og vá hvað mér líður vel.

 

ég og Eva Hérna erum við í gær semsagt ég komin 32 vikur og 5 daga á myndinni.

Nú skilur fólk kanski afhverju mér líður eins og hvalur á þurru landi hehe. 


55 dagar eftir og ég er búin á því.

Já semsagt það eru 55 dagar eftir af meðgöngunni miðað við 40 vikna meðgöngu.

Ég mun fæða eðlilega þar sem að sérfræðingurinn fann það út að það væru eiginlega engar líkur á að ég myndi lamast aftur eftir þessa fæðingu og semsagt planið núna er að fæða í vatni upp á landsa.

Ég er byrjuð að þvo barnafötin og gera smá tilbúið.

Semsagt í mesta lagi eru 69 dagar eftir og drengurinn má koma eftir 41 dag þá er ég komin 38 vikur.

Mæðraskoðun í fyrramálið þá mun ég komast að því hvort hann sé búinn að skorða sig.

 

Knús og kossar. 


já GSA rokkar :)

Stelpur ég var í mæðraskoðun í morgun og ég er yfir 130 í járni W00t

ok eigum við einhvað að ræða það?

áður en ég byrjaði í GSA var ég alltaf lág í járni sama hvað þegar ég var ólétt af Evu þá var ég eiginlega járnlaus það virkaði ekkert á mig.

En núna er járnið bara í góðu standi ég tek ekkert auka járn.

Blóðþrýstingurinn er fullkominn segir ljósan semsagt allt saltið er að virka án þess að ég fái bjúg :) 


minn en 3 mánuðir í prinsinn eða 88 dagar í mesta lagi.

Vá hvað ég verð ánægð þegar ég er búin að eiga að geta sofið á maganum aftur.

Fá grindina til baka.

Ég finn að ég mun greinilega mjólka vel með þetta barn líka því ég er að drepast í brjóstunum og sérstaklega geirvörtunum var líka þannig seinast og mjólkaði eins og mjólkurbú Evu Rutar hehe.

jæja varð að kvarta smá. 


Sykurlaust gos.

Vá vitið þið ég er hræðileg með sykurlausa gosið verst með coke light.

Ég drekk liggu við 2 lítra á dag lágmark og þegar karlinn ætlar að fá smá bendi ég honum mjög "pent" á vatnskranann.

þetta er orðið hræðilegt af það er ekki til þá er ég bara miður mín hahaha. 


Gosi.

Æðislegt leikrit en vá ekki fyrir konu með hormóna ég táraðist og fór allan tilfinningaskalann haha.

En dóttirin skemmti sér æðislega og situr núna inn í herbergi að hlusta á diskinn og syngur með.

Hún nefnilega á sko bestu foreldra í öllum heiminum sem gáfu henni Gosa diskinn :) 


99 dagar í prinsinn :)

já skrýtið hvað tíminn líður núna eru bara 99 dagar í mesta lagi í að ég fái litla prinsinn í fangið.

Semsagt komin í 2 stafa tölu vá hvað maður elskar þessar 2 stafa tölur nema í þessu tilviki bíð ég eftir að talan fari í 1 stafa tölu hehe.

En já í mesta lagi 99 dagar þar sem ég fer líklegast í keisara.

Semsagt 181 dagur búinn og 99 dagar eftir það þýðir að heil meðganga er um 280 dagar :)

Yfir og út. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband