Ísland er land þitt.

Ég var að hugleiða í morgun og ég komst að því að ég er bara mjög stolt af því að vera Íslendingur.

Ég er búin að vera að pæla í hverjar breytingarnar verða á næstu mánuðum.

Það sem ég fann út er að fólk hættir að vera svona rosalega háð veraldlegum hlutum.

Ég held að fólk verði þakklátara fyrir að hafa þak yfir höfuðið og mat á borðum og kanski meira segja færi að eiga "trúarlíf".

Ég held að fólk verði bara hamingjusamara og sáttara.

Jú þetta yrði erfitt til að byrja með að geta ekki gert allt sem manni langar til.

Þetta yrði tímabil og þá er spurningin þurfum við að fá lán frá imf?

Hvað lagar það?  

Hvað er það versta sem gerist ef við fáum engin lán núna?

Yrði það ekki bara tímabil? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uuuuh... jájá fólk getur verið þakklátt fyrir mat á diskinn og þak yfir höfuðið, ef það á það yfirleitt! það eru svo margir sem eiga ekki einu sinni það og eru bara að missa húsið sitt útaf ofurhækkunum á lánunum sínum!!

 og nei get ekki sagt að ég finni guð í þessari vitleysu!!

 ....kv ein bitur út í kreppuna!

Andrea Dögg (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Trú og þakklæti eru efst í huga mér. Frábær pistill hjá þér elskan. Knús

Kristborg Ingibergsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband