40 dagar í drenginn.
5.11.2008 | 10:24
Jæja var í mæðraskoðun í morgun og var að segja ljósunni frá því að ég er gjörsamlega búin að vera að farast úr fyrirvaraverkjum.
En við komumst að því að hann er enn lausskorðaður og leghálsinn er enn langur og allt eins og það á að vera.
þannig ég er með alla þessa fyrirvaraverki fyrir ekki neitt eða eins og við komumst að áðan bara til að angra mig.
En semsagt í dag er ég komin 34 vikur og 2 daga :)
Alls ekki miskilja mig ég vil halda honum inni sem lengst hans vegna en ég er bara ekki mikið fyrir verki.
Já og fékk sjokk í morgun þegar ég fór á vigtina hjá ljósunni semsagt síðan ég byrjaði hjá henni er ég búin að þyngjast um 5 kíló og 2 þeirra komu bara síðan fyrir 2 vikum.
Smá nöldur í boði óléttínunnar.
Athugasemdir
spennóóó ... ji ég öfunda þig smá, væri alveg til í að hraðspóla fimmtán vikur !
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:55
Jámm... ég er með þér.. .nema það væri í boði að setja verkina (grindargliðnun, bakverki, samdrætti ofl.) á "mute" og fá kannski að njóta þess að vera óléttur í friði fyrir þessum óþarfa ;) Fínt að vera með bumbu ef maður væri ekki þreyttur meððí.
Marilyn, 5.11.2008 kl. 23:20
Yndislegt, gangi þér vel elskan.
Kristborg Ingibergsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.