Barnakerruvagninn kominn og rimlarúmið á leiðinni.
6.8.2008 | 16:17
Jæja þá er þetta allt að verða raunverulegt.
Keypti barnakerruvagn í gær notaðan á barnalandi emaljunga nákvæmlega eins og mig langaði í nema bara þessi var notaður sá ekkert á honum og meira en helmingi ódýrari :)
Svo á morgun fer ég og næ í rimlarúmið sem er notað líka og keypt í gegn um barnaland líka hehe.
Svo ætlum við hjónin að losa allt úr aukaherberginu í sumarfríinu og breyta bleika litnum á því í gulan og setja bangsimon borða.
já ég er orðin rosalega spennt hehe.
En semsagt um 131 dagur þangað til að 15 desember kemur :)
Athugasemdir
Hey ég var einmitt sett 15. des með mína á sínum tíma (ss. krakka nr. 1)
er sett 18. jan með krakka nr. 2 - akkúrat mánuður á milli en samt heilt ár ;)
Marilyn, 6.8.2008 kl. 16:51
Gaman að dunda í þessu :o) Get ekki sagt að ég öfundi þig því þá væri ég að plata, en skil þig samt mjög vel. Mig hlakkar svo til að verða amma (ef ég verð þeð einhverntíma) Knús og karm
Kristborg Ingibergsdóttir, 6.8.2008 kl. 17:01
Ég er á sama stað og Bobban mín... Ekki vottur að öfund yfir þessum óléttu faraldri og ánægð með það sem ég hef í dag þegar kemur að börnum... Á eiginlega tveimur fleiri en draumurinn var... En er samt alveg spennt með ykkur.. Hlakka til að verða einhvern tímann amma og þar sem foreldrar mínir eru báðir dánir þá kannski fæ ég að upplifa ömmuhlutverkið fyrr ef þau eignast börn....
Helga Dóra, 6.8.2008 kl. 17:28
Inga María, 7.8.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.