Jibbý við munum hafa einhvað að gera næstu vikurnar.

Dóttir mín er hætt á leikskólanum og komin í 5 vikna sumarfrí eða þangað til skólinn byrjar.

Það er búið að versla skólatöskuna og allt skóladótið nema pennaveskið.

Og svo það sem dóttir mín er spenntust fyrir hún byrjar á reiðnámskeiði í fyrramálið og verður þessa viku og næstu á því frá 9-12 á hverjum virkum morgni.

Það verður skrautlegt að sjá hvernig þetta fer á morgun þar sem ég er skíthrædd við hesta.

Finst þeir allt of hátt uppi og vantar stýri og bremsur á þá.

hehe. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Vona að þið eigið eftir að skemmta ykkur súper vel.

Ég fór mikið á reiðnámskeið þegar ég var lítil og það var rosalega gaman. Hún á pottþétt eftir að skemmta sér vel.

Sjáumst vonandi í kvöld

Helga Dóra, 21.7.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

vertu þá fegin að það ert ekki þú sem þarft að setjast á hestinn :D

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 21.7.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Og fyrst að Eva okkar er komin í sumarfrí og er ekki lengur en til kl 12 á reiðnámskeiðinu, þá ætti hún að biðja mömmu sína að hringja í Lindu mömmu og fá að kíkja í heimsókn í Álfheimanna.........Hvað segið þið um fimmtudaginn????? Hringið sem fyrst, ég er með athyglisbrest og gleymi öllu jafnóðum......síminn er 6639201 og 5532655......Knús í krúsÞær ættu að hafa um margt að spjalla þar sem þær systur Linda Rut og Anita Ögn fóru austur á Eyrarbakka í eina viku á reiðnámskeið.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Vona að þið hafið skemmt ykkur vel á reiðnámskeiðinu :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband