Barnlaus helgi.

Jæja hér vorum við hjónin barnlaus alla helgina.

Eva Rut fór til tengdó á föstudaginn og þá skelltum við okkur í búðir og keyptum buxur á karlinn í 2 númerum minna :)

og svo fórum við og keyptum rúmið handa henni

69031045
Já nákvæmlega svona rúm og vá hvað það var mikið púsl að koma þessu saman við vorum allan laugardaginn að því og smá í morgun og svo er búið að skipta út öllu prinsessu út fyrir bratz.

Já og svo passaði ég fyrir frænku mína í gærkvöldi.

Ég hef heyrt að ég kunni ekki að vera barnlaus heila helgi og ég held að það sé bara satt.

Svo kom dóttirin heim í dag og sá rúmið komið upp og vá hvað hún var ánægð því hún vissi ekki ekkert um þetta svo í aukabónus sá hún að mamma hennar hafði keypt fullt af bratz dóti t.d. mottu, veggklukku, til að hengja á vegginn fígurur með brats og sængurver.

Svo fórum við mæðgur í dag og versluðum brats ljós og lampa allt í rock bratz stíl og náttkjól brats svo vantaði hana svo rosalega spilastokk að hún fékk hauskúpuspilastokk hehe.

Fyrir átti hún bratz teppi og nokkra bratz púða þannig að eina sem vantar er svona plast á skrifborðið og ruslafata.

 

Ég sem var búin að lofa sjálfri mér að BRATZ kæmi aldrei inn á mitt heimili hahahahaha. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Vá ekkert smá flott hjá stelpunni. Skil vel að hún hafi orðið glöð litla daman :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 13.7.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Brussan

Æði, ekkert smá gaman að verða 6 ára, það er líka Bratz æði heima hjá minni heimasætu...

Brussan, 13.7.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Marilyn

Þetta er geggjað rúm! - get ég fengið svona?

væri til í svona handa minni ef ekki væri fyrir súðina sem myndi án efa þvælast eitthvað fyrir ;) 

Marilyn, 14.7.2008 kl. 09:29

4 identicon

Hæ sætust verðum að fara að hittast ég er að fara að flytja svo vertu í bandi

Knús og kossar

Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:23

5 Smámynd: Helga Dóra

Frábært rúm og hún er eflaust ánægð með Bratzið.... Blessunarlega laus við það hér á bæ.....

Helga Dóra, 14.7.2008 kl. 10:29

6 Smámynd: Hafrún Kr.

Rúmið er til í rúmfó og það er einfaldlega æðislegt og plássið sem varð til við það er æðislegt.

En held reyndar að það myndi ekki virka með súð þar sem hæðin á því er 192cm.

Hafrún Kr., 14.7.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband