pælingar.

Ég var að lesa umræðu á er.is eða gamla barnalandi og umræðan heitir fíknin sterkari en móðurástin.

Ég er reyndar bara matarfíkill og hef átt við minn geðsjúkdóm að stríða.

En ég get sagt með 100% heiðarleika að ég elska barnið mitt meira en allt en hún hefur ekki alltaf gengið fyrir öllu.

auðvitað vil ég barninu mínu allt það besta en þegar ég tildæmis var í ofáti þá bara einfaldlega var allt önnur forgangsröðun og jú ég fékk mitt og einhvern vegin allt annað var í móðu.

Sem betur fer hef ég átt og á æðislegan mann og við eigum barnið saman og barnið sem er á leiðinni.

Hann er öðruvísi en ég hann er ekki fíkill á nokkurn hátt og matur er bara matur fyrir honum nema hann borðar oft aðeins of mikið af honum en honum er svo slétt sama um bragðið (einhvað sem ég skil ekki) Og hjá honum hefur barnið okkar alltaf verið í fyrsta sæti og ekkert hefur haggað því og mun nokkurn tíman gera það.

En eftir að ég byrjaði í fráhaldi þá hefur lífið breyst fráhaldið er í forgangi og ég get sinnt dóttur minni eins og normalt fólk gerir.

Ég fer með hana á sundæfingar 2x í viku, við kúrum mikið saman, tölum mikið saman og erum bara farnar að vera mikið betri saman og ég næ loksins að tala við hana og gera margt með henni án þess að verða pirruð og sjálfselsk.

En semsagt bottomlænið er að ég hélt alltaf að áfengi og fíkniefni væru einu "alöru" fíknirnar en ég held núna að hvaða fíkn sem er hefur áhryf á börnin okkar. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þegar ég þurfti að fá mitt stöff var mér slétt sama um barnið mitt og mér endist ekki ævin í að bæta fyrir það sem ég hef verið eigingjörn gagnvart honum ... vá hvað ég er þakklát fyrir fráhaldið, edrúmennskuna, sporin og æðri mátt, já og þig Hafrún, fyrir að vera með mér í þessu

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.5.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Takk fyrir einlægnina, það er bara þannig, það kemst ekkert annað að en fíknin ef maður er ekki í vitundarsambandi við sinn æðri mátt.

Kristborg Ingibergsdóttir, 22.5.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Helga Dóra

Rusla börnunum í háttinn til að getað stöffað sig í friði.... Þannig er ég....

Bjóða börnunum uppá sykur, kolvetni og fleira ruslfæði til að ég geti borðað það... Hey, langar ykkur í McDonalds??? Ok, þá neyðumst við víst að fara þangað.....     Svona er ég......

"Mamma, hvar er laugardagsnammið mitt?" Spurning sem ég fæ.......

Er poppið búið? Er nammið búið? Er kexið búið? Er brauðið búið? Er morgunkorni búið? Er snakkið búið? Er maiisinn búinn? Er aromatið búið? Áttum við ekki til flórsykur? Var viss um að það hafi verið til dolla af kökukremi. Bíddu, gleymdist ísinn í búðinni?? Finn hann hvergi..........

Þetta og meira þessu líkt hljómar á mínu heimili ef ég er í ofáti......  

Helga Dóra, 22.5.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Öll fíkn er slæm sama í kvað hún er.

Eyrún Gísladóttir, 22.5.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband