8 ár.
13.5.2008 | 21:46
Já ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í 8 ár eigum barn saman og annað á leiðinni og vá hvað hann greyið hefur þurft að þola í gegnum árin. Ég held að ég sé meira og minna búin að vera veik síðan ég kynntist honum.
En alltaf stendur hann mér við hlið eins og klettur ég hef oft reynt að hrekja hann burt en hann samt þá bara styður betur við bakið á mér.
Hann er gull af manni og betri eiginmann og barnsföður gæti ég ekki beðið um.
Já þessi færsla er væmin en segir samt mikið um hvað ég er rosalega þakklát fyrir að hafa kynst manninum mínum ég fæ nefnilega stundum þá flugu í hausinn að ég eigi hann ekki skilið.
held oft að hann eigi að fá sko fullkomnu konuna sem heldur öllu hreinu alltaf og er vel til höfð og "normal"
En hann segist ekki vilja neina nema mig og oft skil ég það bara innilega ekki.
En ég er samt svo þakklát fyrir það að hann er minn.
Já ég get verið væmin líka svona fer GSA með mann lætur mann fá tilfinningar hehe.
Athugasemdir
Til hamingju með hvort annað, dóttur ykkar og krílið sem er á leiðinni
Sykurmolinn, 13.5.2008 kl. 23:24
Til lukku með lífið elsku Hafrún..... Var að skoða myndina af ykkur hjónum á síðunni hjá pabba þínum.... Ótrúleg breyting......
Helga Dóra, 14.5.2008 kl. 09:07
ætli þetta sé smitandi að reyna að hrekja menn í burtu ... ég er búin að vera í þeim gírnum upp á síðkastið...karlinn fer ekki fet ... vá hvað við erum heppnar, ætla kíkja á pabba síðu
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 14.5.2008 kl. 11:56
Til hamingju dúllan mín, hann er líka heppinn að hafa þig, þú ert yndisleg.
Kristborg Ingibergsdóttir, 14.5.2008 kl. 17:02
JÁ ELSKAN HEF ALLTAF SAGT ÞAÐ AÐ ÞÓ ÉG HEFÐI FENGIÐ AÐ HANDVELJA MANN FYRIR ÞIG HEFÐI ÉG EKKI FUNDIÐ NEINN SEM ER EINS FRÁBÆR OG ÞINN EN VEISTU ÞÚ ÁTT SVO SKILIÐ AÐ EIGA HANN ÞVÍ ÞÚ ER SVO FRÁBÆR SJÁLF
Sigurður Hólmar Karlsson, 15.5.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.