Vá hvað ég er þakklát.
11.5.2008 | 00:39
Ég er svo þakklát fyrir hvernig lífið mitt er í dag.
Ég vigta og mæli matinn þrisvar á dag og í gegnum það er ég búin að kynnast æðislegu fólki er með frábæran sponsor og já æðislegt fólk sem skilur mann.
í fyrsta skipti á minni ævi þá er ég umrkyngd fólki sem skilur mig hversu heppin er ég.
Það var viktunardagur í dag ég er búin að missa 22 kíló frá 10 janúar og núna síðasta mánuð fóru 7 kíló sem eru örugglega mikið til af því ég gat mjög lítið haldið niðri.
Ég er semsagt á 4 mánuðum komin úr 110 kg í 88 kg og fyrir mér er það rosalegt.
Líka ég er byrjuð að geta höndlað hluti mikið betur.
Ég er reyndar að læra á allar tilfinningarnar og svo með óléttuhormónana ofan í það og vá ég held ég tárist nokrum sinnum á dag því það er einhvað sem er bara svo rosalega sætt að ég tárast eða að einhvað sem einhver sagði og ég tók inn á mig og þá koma tár og vá hvað maður verður viðkvæmur.
Ég skrifa meira seinna bless í bili.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta allt saman
Sykurmolinn, 11.5.2008 kl. 00:42
Til hamingju með þetta allt saman....... Þetta er yndislegt og gott að það gengur betur.... Takk fyrir að vera í fráhaldi með mér....
Helga Dóra, 11.5.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.