Komin heim:)

Ég ætlaði að láta ykkur vita að ég er komin heim kom heim í gærkvöldi var svo búin á því af þreytu að ég fór liggum við bara beint inn í rúm að sofa (með smá stoppi til að knúsa dóttur mína svo söng hún mömmu sína í svefn)

Ég fékk hátt í 6 lítra af vökva í æð.
Og þetta er allt annað ég vaknaði áðan bara hress og er búin að fara í sturtu og vá hvað það var gott að geta farið einn í sturtu og þrifið sig almennilega án þess að svima og vera við það að detta niður.

En járnið mitt og blóðið er í fínu standi þannig þetta var bara vökvaskortur fékk ógleðilyf með mér heim ég vil samt ekki nota það ef ég þarf þess ekki tek það aðalega fyrir máltíðir til að halda þeim niðri.

Fékk (heimtaði) að fara í sónar áður en ég fór heim og þar var þessi æðislegi hjartsláttur og allt í góðu standi. Ég nefnilega neitaði að fara heim fyrr en ég vissi að allt væri í lagi með fóstrið.

já en vá hvað það munar rosalega um þennan vökva.

En ég er þakklát fyrir hvað starfsfólkið á meðgöngudeildinni er æðislegt. Þau vildu allt fyrir mig gera.

Svo var ég það heppin að bæði meðgöngudeildini og sængurkvennadeildin eru með sama matsal og þegar matartíminn var þá sá ég nýbakaðar mæður með nýfæddu börnin og vá hvað þau eru lítil hehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Gott að þú ert komin heim aftur og búið að "fylla á".

Marilyn, 8.5.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: María

Frábært, farðu vel með þig.  Já það er skrýtið að sjá þessi litlu kríli, sérstaklega þegar það eru nokkur ár síðan börnin manns voru svona lítil

María, 8.5.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gott að vita að þú sért komin heim, farðu vel með þig dúlla.

Kristborg Ingibergsdóttir, 9.5.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Helga Dóra

Gott að heyra að þú sért komin heim... Vonandi gengur þetta allt áfram vel. Biðjum Guð að reddisssu..........

Helga Dóra, 10.5.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband