Jæja lögð inn á meðgögnudeild.

Já ég fór í blóðprufu í morgun og svo til læknis klukkan 1 og var þaðan send upp á meðgöngudeild og er að fá vökva í æð og það er nú þegar búinn að fara líter inn á æðarnar og svo bíð ég eftir niðurstöðunum úr blóðprufunum hvort ég eigi að fá járn líka.

Ég ligg semsagt núna inn á meðgöngudeild og sem betur fer er nettenging þar inni því afþreyingin er ekki mikil.

Ég vona að ég fái að fara heim sem fyrst. En það þarf fyrst að laga næringarlegu hliðina því ég æli svo svakalega að líkaminn hefur ekkert til að vinna úr því um leið og ég borða þá æli ég og samkvæmt lækninum er það ekki að gera sig.

Er búin að tala við GSA fólk um fundinn í kvöld þar sem ég kemst klárlega ekki og þar sem ég er ritari deildarinnar þá sést ef ég er ekki og enginn er fyrir mig en ég hringdi bara í GSA konu og við redduðum þessu.

Heyrumst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Gangi þér vel vinkona........ vonandi kemstu heim sem fyrst en samt ekki fyrr en það verður í lagi með ykkur bumbubaun......

Helga Dóra, 6.5.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gangi þér vel Hafrún mín, vona að þú braggist sem fyrst

Kristborg Ingibergsdóttir, 6.5.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Sykurmolinn

Gangi þér vel Hafrún mín.

Sykurmolinn, 6.5.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Marilyn

GAngi þér vel elsku dúlla, vona að þetta lagist sem fyrst og þú náir að halda þrýstingnum uppi og matnum niðri.

Marilyn, 7.5.2008 kl. 01:36

5 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Gangi þér vel.

Eyrún Gísladóttir, 7.5.2008 kl. 20:04

6 Smámynd: María

Hugsa til þín og vona að allt gangi vel hjá ykkur

María, 7.5.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband