Dagur 114.

Já vissuð þið að það er hægt að skipuleggja lífið?

Já ég er að gera það núna og vá hvað það er skrýtið.

Ég tek matinn bara einn dag í einu en er að gera langtímaplön með annað.

Ég er snillingur í að gera plön og svoleiðis en aldrei getað staðið við þau því ég hef verið að éta non stop. En ég er búin að prófa einn mánuð samkvæmt planinu og vá það virkaði. Tek það skýrt fram að ég er að tala um plön um allt annað en matinn minn.

Ég segi að Guð, GSA og Ég séum alveg að virka saman hehe. 

Jæja á morgunn er karlinn búinn að fylgja GSA mataræðinu í gegnum mig í mánuð og þá ætla ég að láta hann vikta sig hehe. Hvernig getur maður verið svona spenntur yfir annara manna viktunartölum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kr.

já hann borðar karlastærðina :) Hann segist ekki vilja sponsor en ég segi að það muni koma sá tími sem hann mun fara á fullt í GSA. Fá sér sponsor og fara á fundi.

Hafrún Kr., 2.5.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: María

Frábært að heyra að hann er að standa sig gaurinn. Það þarf bara að koma á karlafundum svo þeir hætti að vera svona hræddir við þetta.

María, 2.5.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

flott hjá þér og náttla kallinum

Eyrún Gísladóttir, 3.5.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband