Snilld.
29.4.2008 | 19:02
Eva Rut dóttir mín er 6 ára og hótaði að flytja af heiman í gær.
Já held hún sé smá dramadrottning eins og mamma sín hehe.
Hún semsagt ákvað að flytja af heiman vegna þess að hún mátti bara vera úti til 8 í gærlvöldi en sko allir hinir máttu vera mikið lengur úti.
Pabbi hennar tók þessu bara mjög vel.
En svo hætti hún við og kom fram á náttfötunum og þá fór pabbi hennar að spyrja hana hvenar hún færi því hann væri búinn að leigja út herbergið hennar.
En sem betur fer komust þau að niðurstöðu og hún semsagt ætlar ekki að flytja af heiman fyrr en hún er fullorðinn og pabbi hennar hætti við að leigja út herbergið hehe.
Þannig við erum ennþá 3 á heimilinu.
Athugasemdir
Sæl Hafrún, þetta er ekki nýtt vandamál í veröldinni en maðurinn þinn gerði rétt að benda á leigu möguleika. Dóttir mín flutti út 10ára í næsta hús til afa og ömmu. Amman kom til mín og spurði hvort ég hefði verið óvenjulega vond við hana. Ég útskýrði málið fyrir henni svo hún fór róleg heim. Næsta dag kom amman aftur og var alveg að verða vitlaus á barnabarninu. Ég bara brosti og vissi að barnið var að verða táningur. Þennan dag flutti dóttirin aftur heim því afi og amma voru alveg vonlaus. Það var ekkert hægt annað en að brosa úti í annað. Síðan þá hefur hún byggt hús við hliðina á mér og vonlausu afa og ömmu. Ekki slæmt.
Kveðja Bryndís
Bryndís (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:44
jiii... það mætti halda að þetta barn væri skylt mér.. ekki fékk hún dramað frá þér ;)
sakn jú ;*
Andrea Dögg (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:37
Bananadrama...... Erum við ekki allar með smá soliss
Helga Dóra, 29.4.2008 kl. 23:04
Ég flutti einu sinni að heiman, var ca. 9 ára - flutti út á svalir með sængina mína og koddann. Varð ekki ánægð þegar mamma sat bara í sófanum með glott á vör.... En ég flutti heim fljótlega aftur he he.
Sykurmolinn, 29.4.2008 kl. 23:41
auðvitað máttu ALLIR vera lengur úti ... not !!
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.4.2008 kl. 18:51
Unglingaveikina fékk ég ekki fyrr en eftir 25. Enn bankaði svo upp á aftur eftir 40 ár.
Bryndís (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.