Sporin stórmerkilegur andskoti.
27.4.2008 | 03:23
Ég er svo mikill lúði að ég er búin að tala við sponsorinn minn fyrir löngu með sporin og er alltaf á leiðinni að ná í lesefni til hennar en vá hvað ég er skíthrædd við þetta.
Já ég er skíthrædd við að ég geti orðið eins og hinar í GSA sem eru bara rólegar og lífið bara virkar.
Sko ég er ein af þeim sem vel alltaf erfiðistu leiðina og ef það er til erfiðari leið og ég valdi hana ekki þá vissi ég ekki af henni en án efa myndi ég prófa hana líka.
Já þetta er stórmerkilegt hvað maður getur talið sér trú um hehe.
En bara að segja ykkur afhverju ég er ennþá vakandi þá er ég það heppin að núna í kvöld frá 23:00 var mér bara ekkert flökurt og er enn laus við það.
Ég bara sit og nýt þess í botn.
Verð reyndar að fara að sofa mjög fljótlega þar sem ég þarf að vakna á morgun.
Athugasemdir
Hei ég er líka vakandi en það er afþví að ég var að djamma ;) En mér er samt ekkert óglatt eins og svo oft áður þegar ég var að koma heima af djamminu um þetta leyti ;)
Marilyn, 27.4.2008 kl. 04:40
ég skal vera samfó í þessu með sporin...... Er að byrja líka...... Oj já ég er með ótta og frestunaráráttu dauðans þegar kemur að þessu...... En það er bara að kíla á það.... Þessum æðrulausu kellum er að ganga og líða vel,,, það hlýtur að vera gott að vera svoleiðis alla daga,, allavegana eru þær að halda áfram svo að þetta getur ekki verið alslæmt..... Gerumidda bara..... Einn, tveir og bingó.....
Helga Dóra, 27.4.2008 kl. 07:16
Guð hvað ég var glöð að lesa þessa færslu og sjá að ég er ekki ein með sporahræðslu. En þetta er bara hlutur sem ég VERÐ að gera, það er svo einfalt.
Sykurmolinn, 27.4.2008 kl. 09:14
spor spor vúúúvúúú (lesist í draugalegum tón) elskurnar mínar, ef kjánar eins og ég og Marilyn gátum þetta ... hellúúú þá hljótið þið að geta það líka ... vegna þess að Guð á engin barnabörn, hann á bara börn og hann gerir ekki upp á milli þeirra ... aldrei !
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.