Dagur 108.

já það er kominn dagur 108.

Besti vinur minn þessa dagana er klósettskálin en hún virðist ekki skilja að ég er ekki jafn hryfin af henni og hún af mér.

Flökurleikinn virðist heldur ekki vera að skilja að allt hefur sín takmörk og 24/7 er ekki að gera sig.

En nnars er þetta búinn að vera ágætisdagur.

Afarnir komu og tóku heimasætuna á bænum með sér á fjölskyldudag í leikskólanum og svo niður í Grasagarð og Húsdýragarðinn Þetta virðist hafa heppnast mjög vel hjá þeim þar sem heimasætan er í skýunum eftir ferðina hehe.

Ég fór aftur á móti í Grafarvogskirkju og hlustaði á kórinn Þresti syngja þar sem annar pabbi minn syngur og gerir bara ljómandi vel. 

Já núna er bara fjölskyldumyndin á stöð 2 og við erum öll að horfa og ég með tölvuna í fanginu. 

Bið að heilsa öllum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Ertu með baun?????

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 26.4.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Hafrún Kr.

jamm það er vís og hún kemur í desember. Semsagt ekki komin langt þannig það er nóg eftir af ógleðinni.

Hafrún Kr., 26.4.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Helga Dóra

Bið að heilsa á móti.....

Helga Dóra, 26.4.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Hafðu það gott.

Eyrún Gísladóttir, 26.4.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

bið að heilsa öfunum og bauninni

guðhvað ég finn til með þér í ógleðinni ... lætur mig seriously hugsa minn gang ... ég myndi deyja ... en ef þú lifir, hlýt ég að geta líka ... baunir í allar bumbur fyrir haustið húrra húrra húrra 

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

iss stelpur ............maður rúllar bara ógleðinn upp...........ég hef samtals í mínu lífi verið ólétt í 45 mánuði............og það er sko ansi löng meðganga...........einu sinni var ég með morgunógleði á meðan ég vann í Body shop..........sæll eigum við að ræða það eitthvað og bara svo við höfum það á hreinu þá á ég 5 börn en ekki einn fíl............

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 27.4.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband