Hvernig er það hægt?
24.4.2008 | 20:05
Hvernig í ósköpunum komast 2 fullorðnir aðilar saman í venjulegt baðkar?
Ég kemst varla ein fyrir í baðkarinu til að fara í bað og þá er meira af mér en vatninu.
Þetta er mér óskyljanlegt hvernig 2 fullorðnir aðilar geti farið saman í bað í venjulegu baðkari.
Já var að horfa á þátt sem var talað um hvað það væri kósy að fara 2 saman í bað og baðkarið þeirra var bara svipað og mitt.
Athugasemdir
hehe það er hægt - flókið já... þægilegt - ekki alltaf ... kósý - misjafnlega!
Tveir saman í baði er tálsýn, svona draumur um kósýheit sem mann langar til að upplifa og segir "mmmm" þegar maður les um það. En í raunveruleikanum er það ekki alltaf þannig. Maður þarf kannski bara að fá sér stærra baðker svo þetta verði í alvöru kósý.
Marilyn, 24.4.2008 kl. 21:13
Ég hef farið í bað með mínum kalli og hann er næstum 1.90 og ég, bara dvergur reyndar á hæð en ponsulítið stærri á hlið.... Við fórum í stórt hornbaðkar..... Svaka kósí og rómó......
Helga Dóra, 24.4.2008 kl. 21:24
þá hljóta báðir aðilar að vera vel grannir og lágvaxnir.
sko ég er að tala um bað sem er svona 70cm á breydd og 170 á lengdina þessi eldgömlu.
Hafrún Kr., 24.4.2008 kl. 22:33
170 á lengdina - það er rosalega langt baðker held ég ;)
Við kallinn komumst bæði fyrir í baðinu og erum bæði í frekar eðlilegri stærð - frekar í stærri kantinum ef eitthvað er. En lappirnar þvælast fyrir og það er þröngt á þingi og maður nær ekki alveg þessari kósý afslöppun sem maður er að sækjast eftir í venjulega baðkerinu mínu.
Marilyn, 25.4.2008 kl. 23:21
Spáðu í það að geta sagt.... "Erum bæði í frekar eðlilegri stærð" Yndislegt.... Ekki bara hann er að detta í sundur úr hor og ég er hlussa fyrir allan peninginn.....
Helga Dóra, 25.4.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.