Dagur 105 og núna veit ég fullkomlega að ég er hömlulaus ofæta hehe.

Já dagur 105 í dag jibbý.

Mig dreymdi svo innilega mikið  það var allt í einu búið að gjörbreyta Gráu síðunni.

Í draumnum fórum ég og ein önnur úr GSA í búðina og hún var að sýna mér hvað ég gæti fengið mér og hún tók upp svona stóran doritos poka og í honum var líka svona súkkulaði bombur með lakkrís inn í og hún var svo á því að þetta mætti og ég keypti pokann og einn svona poki sko humangus með bæði doritosi og lakkrísbombum var ein máltíð hehe.

Svo í endann var ég farin að elda hrísgrjón með matnum og allt eftir þessu en í draumnum var ég samt 100% að fylgja Gráu síðunni. 

 

En hvernig getur maður neitað því að maður sé hömlulaus ofæta þegar mann dreymir matinn sem maður má ekki fá?

Ekki það að ég sakni hans einhvað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Mér var alltaf sagt í AA samtökunum að þegar manni dreymdi að maður væri á fylleríi þá væri það batamerki..............sko þetta er bara batamerki

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Hafrún Kr.

Hún talaði á mánudagsfundinum sú sem var með mér í draumnum greinilegt að ég hef fengið það sem ég þurfti frá henni hehe

Hafrún Kr., 23.4.2008 kl. 19:12

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég lærði í meðferð að svona draumar væru leið undirmeðvitundarinnar til að hreinsa sig af ruglinu ... einmitt batamerki eins og HL segir ... semsagt ert þú blússandi batabolti með bumbu og bók (hvað eru mörg b í því?)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Helga Dóra

En fannst þér ekki gott að vakna og fatta að þú varst ennþá í fráhaldi og að það er ekki búið að breyta síðunni? Ef mig hefur dreymt svona þá finn ég svo mikinn léttir þegar ég vakna...

Helga Dóra, 23.4.2008 kl. 19:26

5 Smámynd: Hafrún Kr.

Ojú það var æði að vakna og fara að borða eftir réttu Gráu síðu hehe.

En skrýtið hvað þetta samt er fast í manni þessir draumar hehe. 

Hafrún Kr., 23.4.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Sykurmolinn

Mig hefur dreymt endalaust mikið af svona draumum frá því ég byrjaði í fráhaldi og það er alltaf jafn gott að vakna og vita að maður ætlar að vigta og mæla eftir GS.

Verð samt að viðurkenna að stundum hefur mig langað að hafa svona "Gulu síðuna".... sem leyfir nammidag einu sinni í viku og svoleiðis bull   Ég myndi einmitt ráða svo rosalega vel við það he he.

Sykurmolinn, 24.4.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: María

Já sykurmoli, við eigum nefninlega mjög auðvelt með að hafa einn nammidag í viku. Hann heitir lausunmánþrimiðfimföstudagur ;D

María, 24.4.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband