Dagur 103 og 12 ár síðan ég fermdist.

Já í dag eru 12 ár síðan ég fermdist og þeim degi mun ég seint gleyma ég var í upphlut á fermingardaginn og ég var það grönn á þeim tíma að ég var með handklæði inn á mér í upphlutnum og vá hvað ég man eftir hvað upphluturinn var þungur.

Og auðvitað fékk ég matarveislu mamma leyfði mér að velja hvort ég vildi kökur eða mat.

já ég fermdist 21 apríl 1996 í Grafarvogskirkju minnir að það hafi verið um hálf 2 sem athöfnin byrjaði.

En að hugsa um það að Dóttir mín fermist eftir 8 ár það finst mér stórmerkilegt.

Er einmitt búin að vera að pæla í litlu gelgjunni minni sem er að fara yfirum þessa dagana hvernig hún verður þegar hún byrjar í skólanum í haust.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Ég er mjög forvitin að vita hversvegna handklæðið var..............var það afþví þú varst svo mjó ............eða? til hamingju með fermingardaginn........ég fermdi minn strák í fyrra og svo á eftir að ferma 3 rússlur en það er nú ekki strax

ta ta

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Helga Dóra

Segiða með þér, til hvers var handklæðið....... En finnst ykkur ekki eins og vettlingar eigi að heita handklæði og handklæði bara handþurkur???

Helga Dóra, 22.4.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: Hafrún Kr.

Handklæðið var til að gera mig meiri að ofan ég var of grönn í búninginn hehe.

Ef aður ætti við svoleiðis vandamál núna hehe. 

Hafrún Kr., 22.4.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: María

Ef þú ættir við það vandamál að stríða núna þá værirðu ekki í GSA og ekki að vinna í þínum málum - spáðu í hvað þú ert heppin ;D

María, 22.4.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband