Fólk sem veit allt.
19.4.2008 | 19:19
já ég er búin að hitta fólksem veit allt.
Og segir mér að það sé bara rugl að vera í GSA því þetta sé bara sjálfsagi.
Hafrún þú færð þér bara einu sinni á diskinn og bara hollt (aha)
Þú verður ekkert alla ævi í GSA og er byrjað að sannfæra mig um að fara að éta hömlulaust aftur en bara nota sjálfsagann.
Það er eins og að enginn nái því að ég er hömlulaus ofæta.
Það munaði millimetra að það hafði náðst að sannfæra mig í dag um að fara bara að éta og hætta í GSA því þegar fólkið í kring um mig er orðið sammála röddunum í hausnum á mér þá er ég komin á svell.
En ég ákvað þá bara að fara heim til mín og elda mér minn æðislega GSA mat.
Því GSA lætur kraftaverkin gerast í mínu lífi.
En best við þetta er að það hefur engin grönn manneskja sagt þetta við mig bara fólk í ofþyngd eins og ég.
það er eins og fólk höndli ekki að maður sé búin að finna leið sem virkar og farin að fá sjáanlegan árangur líkamlega og andlega.
Eruð þið líka að lenda í þessu?
En já bara segja ykkur það að GSA er fyrir mig og ég ætla að vera þar alla ævi en samt taka bara einn dag í einu.
Þið eruð æðisleg og Guð blessi ykkur.
Athugasemdir
og þú ert æðisleg líka
Helga Dóra, 19.4.2008 kl. 19:32
ó já ég er líka að lenda í þessu sama...............en ef ég pæli í því þá er það fólk sem þekkir mig ekkert sérstaklega vel eða matarvenjur mínar.....sem krítiserar þetta............en fólk sem þekkir mig og mitt matarbrölt finnst æðislegt að mér skuli nú loksins líða vel.............mundu bara að hlusta á þitt hjarta og hvað þú er sátt við.............annara manna álit skiptir ekki máli
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 19.4.2008 kl. 19:52
Þú ferð eftir þinni sanfæringu allir hafa sinn háttin á í lífini og eiga ekki að vera að segja þér að gera einhvað annað en það sem þér líður vel með og það er alveg hægt að lifa eftir fræðum gsa þó þú sért orðin grönn bara breyttur lífsstíll you go girl.
Eyrún Gísladóttir, 19.4.2008 kl. 20:35
Flott hjá þér að halda þínu striki Gangi þér áfram vel skvís, þú ert frábær.
Sykurmolinn, 19.4.2008 kl. 21:14
þú verður nú ekki á þessu kálfæði alla ævi spurði bróðir minn mig ... jú vonandi sagði ég ... tilfellið er nefnilega að þeir sem eru ekki frjálsir með sinn eigin mat, matarvenjur eða holdafar eru voðalega viðkvæmir gagnvart okkur sem tökum ábyrgð á okkar lífi ... ekki öðruvísi en það
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:05
Best að hlusta frekar á fólk sem hefur reynslu af batanum eða fólkið sem stendur þér allra allra næst og veit hvaða breytingar hafa orðið á þínu lífi með GSA.
Og þegar maður veit ekkert í sinn haus er fínt að eiga góðan sponsor (og hringja í hann ;).
Til hamingju með að hafa staðist áreitið - alveg örugglega ekki í síðasta skiptið sem þú færð að heyra svona. Og innilega til hamingju með 100 dagana.
Marilyn, 19.4.2008 kl. 22:47
Hæ elskan, ekki hlusta á svona rugl. haltu þínu striki þetta gengur frábærlega vel hjá þér og þér líður vel. það er númer 1,2,3 hjá þér að þú sért ánægð haltu áfram á sömu braut. Til hamingu með að hafa staðist þetta. kveðja mamma
mamma (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 15:57
Þú ert æði, haltu áfram einn dag í einu.
María, 20.4.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.