Dagur 94.
12.4.2008 | 19:33
jæja ég er svo ánægð með sjálfa mig ég fór í barnaafmæli í dag og sat þar bara með pepsí max og horfði á hina borða jú ég neita því ekki að þetta var frekar erfitt. Og mig langaði rosalega í pitsu og nammi og snakk sem var í boði. En ég náði sem betur fer að átta mig á að GSA er að virka fyrir mig og ég er búin að fá nýtt líf með GSA og kraftaverkin gerast.
Og því ætla ég ekki að fórna fyrir einhvað kolvetni sem boðið er upp á.
Þannig að ég komst í gegnum afmælið og er búin að borða 2 vigtaðar og mældar máltíðir í dag bíð eftir máltíð númer 3 karlinn minn ætlar að elda.
Já lífið er frábært.
Athugasemdir
Þú ert hrika dugleg frábært hjá þér.
Eyrún Gísladóttir, 12.4.2008 kl. 21:08
Fyrir mig er ekkert kolvetni sem jafnast á við þessa frábæru líðan sem ég á í dag..... Ég er í fráhaldi og það er æði...
Helga Dóra, 12.4.2008 kl. 21:20
Til hamingju með daginn í dag. það er svo gott að takast að vera í fráhaldi
María, 12.4.2008 kl. 22:22
ég er búin að baka í allan dag og skreyta kökur og allt gera ... barnaafmæli hjá mér á morgun sko ... alltaf jafn fyndið að baka í fráhaldi ... kökurnar verða svo stórar ... því deigið fær allt að fara í ofninn en ekki ofan í bakarann
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.