Dagur 92 og viktunardagur.
10.4.2008 | 13:04
Já þetta gengur sko frá 10 janúar er ég búin að missa 15 kíló :)
ÉG er komin í 2 stafa tölu :)
Ég er komin úr offitu flokknum yfir í ofeldi flokkinn samkvæmt bmi dæminu á doktor.is
Semsagt það er allt að ganga upp.
já ég hef verið að pæla ansi mikið síðustu dagana í þessum guði og fattaði að ég hef haldið því fram að hann sé ekki til síðan hann tók mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi árið 2003 en núna er ég að fatta hvernig get ég verið svona reið út í einhvað sem er ekki til?
Semsagt hann hlýtur að vera til því annars gæti ég ekki verið svona reið við hann.
En ég er líka að fatta að Guð og trúin hefur oft bjargað mér áður fyrr.
Þegar ég var lítil stúlka á Ísafirði þá fór ég oft í einhvern söfnuð sem var við hliðin á heimilinu mínu af því mér leið vel þar.
Þegar ég flutti til Reykjavíkur fór ég oft í kirkju og var í kirkjustarfi.
ég var í TTT og æskulýðsfélaginu og varð svo æskulýðsleiðtogi.
Ég segi að ég hefði ekki náð að höndla lífið mitt eins og ég gerði ef ég hefði ekki haft Guð og trúnna á bak við mig.
En svo þegar hann tók ömmu mína 2003 þá bara gaf ég hann algjörlega upp á bátinn því hann hafði gert það versta sem til er og ég er búin að vera svo reið út í guð að ég hef varla farið í kirkju síðan.
En ég er að fatta að ég er að sættast við hann og ég er að fatta að oft í mínum veikindum þá hélt hann á mér áfram og án hans þá væri ég ekki hér.
Ég er bara svo að fatta þetta þessa dagana.
Því ég var að fá fréttir áðan sem eru æðislegar og þið fáið seinna að vita :)
Og án Guðs og GSA þá væri þessar fréttir ekki mögulegar.
Já ég er hamingjusamasta konan í öllum heiminum.
Ps: gleymdi að segja frá því ég er hætt að reykja.
Athugasemdir
Vá, fékk bara tár í augun...... Svakalega er mikið að gerast hjá þér. Svona virkar prógrammið okkar. Til hamingju með kílóa "missinn" afþví að þú misstir þau nú ekkert. Losum okkur við þetta ógeð...... Sé þig vonandi í kvöld
Helga Dóra, 10.4.2008 kl. 13:42
NEEEEEEEEEEEIIII afhverju eruði að hætta að reykja!!!!
Nei ég er að grínast - frábært hjá þér og þetta með Guð eða æðri mátt VÓ!!
Það var ein góð GSA kona sem sagði einu sinni við mig "guð lætur ekki slæma hluti gerast" og við megum velja okkur þá hugmynd um okkar æðri mátt.
Marilyn, 10.4.2008 kl. 16:26
Til hamingju elskan frábær árangur hjá þér.
Æðislegt að þú sért hætt að reykja
heyrumst kv mamma
mamma (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:31
Til hamingju
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 10.4.2008 kl. 20:16
húrra húrra nú eru allir hættir að reykja nema ... tjahh ... guðrún???
innilega til lukku með þetta allt elsku hafrún, þú ert algjör gullmoli
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:21
Til hamingju innilega og klapp klapp fyrir frábærum árangri:) Jamm, það er eitthvað svo dásamlega gott „þarna“ sem er að hjálpa okkur. Og þú ert nú ekki að gera það endasleppt.....burtu með nikótínið og þá ertu að verða almennilega frjáls;0 Frábær!
bólan (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:31
Til hamingju með þetta allt saman skvísa
Sykurmolinn, 11.4.2008 kl. 00:41
elska þig og sakna þín og til hamingju litla mjóna ;)
bannað að beila á sunnudags deiti.. er að fá fráhvarfseinkenni!!
Andrea Dögg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:24
Til lukku með þetta allta saman sæta
María, 11.4.2008 kl. 15:10
Til hamingju með árangurinn of frábært að þú skulir vera hætt að reykja .
Eyrún Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 23:39
þú getur allt það veit ég til hamingju með allt
Sigurður Hólmar Karlsson, 13.4.2008 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.