Dagur 87 og 88 að koma :)
6.4.2008 | 00:23
Já lífið gæti ekki verið betra er á degi 87 og búin að tilkynna dag 88.
Maðurinn minn er komin á sama mataræði og ég og það er æðislegt.
Hann reyndar vill ekki fara á fundi og fá sér sponsor.
En hann er búin að vera með mér í þessu núna í 4 daga og honum gengur æðislega.
Það er svo æðislegt að horfa á hann vigta og mæla matinn sinn og að sjá muninn á honum er frábært.
Hann viktar eftir karlaprógramminu og fyndnasta er að ég verð inn á milli alveg rosalega abbó að hann megi fá meira prótín heldur en ég (ég er ekkert hömlulaus ofæta neinei hehe)
Það er enn svo innilega að koma mér á óvart hvað mér eru allir vegir færir í fráhaldi.
Ég virðist geta gert svo miklu meira en ég hafði nokkurn tímann ýmindað mér.
Fór á ballett sýningu hjá dóttur minni í dag og gat notið þess að horfa á hana var ekki að hugsa um mat allan tíman. Sat bara þarna og horfði á dóttur mína dansa og naut þess í botn að sjá hana sýna ballettinn og að sjá hvað hún er orðin rosalega góð í ballett og já auðvitað var ég stoltasta mamman á svæðinu hehe.
Að sjá 6 ára dóttur mína dansa í dag þá fattaði ég hvað ég hafði mist af miklu í hennar lífi þótt ég hafði verið á staðnum þá var ég aldrei akkurat á staðnum. Þetta er sýning númer 4 sem hún var að sýna og þetta er fyrsta sýningin sem ég var á staðnum bæði líkamlega og andlega.
Fór einmitt að pæla í þessu í dag hvað maður hefur mist af miklu af því maður var að pæla í allt öðru.
Ég semsagt var alltaf á staðnum líkamlega en andlega var ég alltaf að pæla í næstu máltíð og hvar og hvenar ég myndi finna hana.
Í dag þakka ég og fjölskyldan mín GSA að ég geti funkerað almennilega.
Því ef ég er ekki í fráhaldi þá á ég ekki þetta líf sem ég á í dag.
í dag er ég þáttakandi í lífinu mínu ekki bara áhorfandi og það er svo stórmerkilegt.
Og besta er ég er byrjuð að passa inn í lífið mitt :)
Athugasemdir
Halelúja
Helga Dóra, 6.4.2008 kl. 00:56
Já við erum bara snillingar. Haltu áfram á þessari góðu leið :D
María, 6.4.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.