Dagur 79 og atvinnuviðtal :)
28.3.2008 | 13:16
Jæja ég er á degi 79 sem mér finnst stórkostlegt og er að fara í atvinnuviðtal og svo líklegast í kvöld að keyra út Tupperware já stelpur ég er ekki búin að gleima ykkur hehe.
Ég er semsagt að fara í atvinnuviðtal á eftir þannig að hugsið endilega vel til mín.
Ég er að fara í viðtal á hjúkrunarheimili. Því það er eitt af því sem ég kann og er góð í.
Ég elska að hlusta á frásagnir frá eldra fólkinu segja mér frá því hvernig það var þegar þau voru ung.
Ég hef tröllatrú á sjálfri mér að ég geti þetta því ég get allt í fráhaldi.
Ég er enn að reyna að finna með sjálfri mér í hvaða % ég vil vera en ég mun vita meira eftir viðtalið.
Ég er bjartsýn og held að eg muni bara fá jobbið þar sem ég hringdi í gær og ég var að vinna við sama starf sumarið 2006 og þegar ég hringdi þá mundi konan eftir mér og hún var mjög ánægð að heyra að ég vildi koma aftur :)
Þannig að góðar hugsanir eru vel þegnar hehe.
Athugasemdir
Gaaaangi þér vel í jobbuviðtalinu.....átt allt gott skilið:) Hlakka voða til að fá ílátin fínu.........bíð spennt:) Síjú..........og hugsa hlýtt til þín!
Óla bóla (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:25
Vonandi gekk viðtalið vel
Sykurmolinn, 28.3.2008 kl. 16:13
Gangi þér allt í haginn.
Eyrún Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 10:47
Hva,,, ertu ennþá í viðtalinu??? Hvernig gekk???
Helga Dóra, 30.3.2008 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.