Dagur 77 þótt það sé komið fyrir miðnætti hehe.
27.3.2008 | 00:51
Ég hef mikið verið að pæla í fötum og að máta minni stærðir hérna heima er til dæmis búin að finna það út að ég er komin í stærð 44 eða 16 eftir hvort númerið maður talar um og er það stór sigur frá stærðum 22 eða 50 og yfir.
Ég er varla að trúa þessu hvað allt gengur vel.
Ég var það heppin að ein úr GSA lét mig hafa poka með fötum í minni stærðum sem ég passa í núna og mun passa í eftir smá.
En ég er samt í höfðinu á mér að pæla í að Evans og þær búðir sem ég versla í fara bráðum að hætta að eiga föt í mínum stærðum og mér finnst sú tilhugsun hræðileg eins og hinar búðirnar eigi ekki föt á mig hehe.
Maður er bara orðinn svo vanur að geta bara verslað í "bollubúðunum"
Og maður er eiginlega bara hræddur við hvað gerist þegar þau föt eru of stór fyrir mann.
En ætti maður þá ekki að fagna?
Svo að skemmtilegra máli Hringurinn minn er orðinn laus haha mér finnst það snilld.
Ég næ honum léttilega af mér og ég er hætt að vera með svona svakalegt far á puttanum þegar ég loksins næ að færa hann. Það var alltaf far langt inn í puttann en núna er ekkert far.
En það er samt svo skrýtið ég verð alltaf eins og kleina þegar fólk segist sjá mun á mér hehe.
En svo er líka pæling í hvaða þyngd ég vil enda. Ég er svo skrýtin ég verð alltaf að hafa svoleiðis á hreinu nema í fyrsta skipti núna er ég að pæla í að kjörþyngdin mín miðað við hæð er 63-78 kg en mér finnst það svo stórt bil.
Þannig að mín fyrsta pæling er að ná í 78 og sjá svo hvernig mér líst á mig þar.
Ég veit sjálf að ég fer aldrei í mín 65 kg eins og ég var því það var eiginlega bara skinn og bein allavega samkvæmt myndum.
Þannig að ætli ég verði ekki sátt í 70-75kg.
jæja nóg af næturpælingum hehe.
Athugasemdir
Elsku steingeitin mín!
Mér finnst þú taka þetta verkefni þitt af mikilli ábyrgð en samt léttleika og ánægju. Mér finnast markmið þín afar raunhæf.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 27.3.2008 kl. 01:19
maðurinn minn ætlar að gefa mér gallabuxur um mánaðarmótin og ég sem var með feituna á háu stigi í gær sagði honum að við þyrftum að fara í Evans ... en svo sá ég auglýsingu frá þeim og þær eru með stærðir 16 og uppúr ... sorrí, það er bara of stórt ... en þú gætir farið í Evans og sagt ... "hvað áttu í MINNSTA númerinu sem þið seljið ?" ... bara tilfinningin er þess virði að splæsa í eina boldruslu ... eða taka stærsta og kalla alltaf úr mátunarklefanum ..."ÁTTU NOKKUÐ MINNA?" hehe gaman vííí en já mér finnst doltið erfitt að "mega" vera í þyngd sem er á fimmtán kílóa bili ... doltið skrítið, en það er svosem ekkert leiðinlegt áhyggjuefni að verða ekki OF LÉTT !! eigðu frábæran dag og takk fyrir að vera í fráhaldi
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.3.2008 kl. 09:14
Hæ skvís. Þú stendur þig vel Og don´t worry, þú færð nóg af flottum fötum á þig í öðrum búðum en Evans þegar þar að kemur
Ég er sem sagt byrjuð að blogga eins og hinar gellurnar Kv, Guðrún.
Sykurmolinn, 27.3.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.