Dagur 74 og páskadagur :)

Já það er dagur 74 í fráhaldinu mínu í dag W00t

Og vitið þið hvað ég er búin að fela páskaeggið fyrir dótturina og gera vísbendingar um alla íbúð.

Og núna bíð ég eftir því að hún vakni.

Ég gerði forvarnarstarf áðan ég ákvað að ummálsmæla mig gerði það seinast 27 janúar og núna eru 42 cm farnir sem er mjög gott Wink

Ég ákvað að vera örugg í dag semsagt er búin að ræða við manninn í efri hæðum og dagurinn er matarlega skipulagður og búið að tilkynna hann til sponsors og ég veit að það er næstum hálfur meter farin af mér í sentimetrum og líðanin er æðisleg er hægt að hafa það betra ? Og ég veit að matarlegt fall er ekki fararheill þannig það verður ekki í boði í dag.

Ég mun hafa mitt pepsí max sem er mitt treat þessa dagana.

Líka ég er búin að skrifa 6 baðsíður í word um hvernig ég man eftir líðaninni minni fyrir fráhald og hvernig mér líður í fráhaldi og vá það er stór munur þar á.

Ég er komin með vonir, drauma og markmið það er mjög nýtt fyrir mér.

Semsagt ég er búin að tryggja eins vel og ég get að dagurinn í dag verði auðveldur fráhaldslega séð.

Svo er ég það heppin að ef ég fer óvart að leyfa hausnum að fara í óæskilegar hugsanir þá hef ég margar æðislegar GSA konur á bak við mig já ég er það æðislega heppin að hafa æðislegt stuðningsnet á bak við mig.  

Og svo á ég líka æðislegan mann sem ég veit að stendur fast með mér eins og klettur og er tilbúinn að synda björgunarsund hvenar sem er til að hjálpa mér með höfuðið mitt. Og ef hann mætti ráða þá myndi hann setja mig í flotgalla, björgunarvesti utan um og svo myndi hann setja björgunahring utan um mig til að gulltryggja mig þótt ég sé bara í grunnri sundlaug í þessum málum í dag bara ef ske kynni að ég gæti kanski dottið.

Já semsagt ég er ein hepnasta manneskjan í heiminum akkurat núnaTounge

Gleðilega páska og njótið dagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ef maður ætlar að vera í fráhaldi ... þá verður maður í fráhaldi ... ekki flóknara en það ... hér er svoleiðis páskadrulluilmurinn um allt hús og smjattað og smjattað ... ég ætla bara að vera á netinu í allan dag ... ekki sjúkkulað þar ... eigðu frábæran dag duglega kona

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Helga Dóra

Rosalega falleg færsla hjá þér Hafrún og eins og ég segi alltaf þá finnst mér frábært að fá að fylgjast með batanum þínum. Gangi þér vel í dag og mundi að síminn er eitt af verkfærunum okkar.

Helga Dóra, 23.3.2008 kl. 10:58

3 identicon

Hæ Hafrún og GLEÐILEGA PÁSKA og já takk fyrir síðast.

Ég er alveg að melta bæklingana geðveikt og reyna að forgangsraða því sem mig vantar úr þeim.  Á pottþétt eftir að fá að panta eitthvað hjá þér.

Eigðu yndislega páska.

María (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband