Dagur 70 semsagt nýr tugur :)

Já dagur 70 og mér finnst það alltaf jafn merkilegt að ég nái nýum tug í fráhaldinu hvernig verð ég þegar ég næ þriggja stafa tölu í fráhaldinu hehe.

En ég vildi bara hrósa sjálfri mér fyrir að vera ég.

Ég kynnti Tupperware í kvöld og hafði það notalegt með GSA gellunum og svo fór ég heim og þreif hamstrabúrið og Grísakútur (dverghamsturinn) er svo ánægður að vera kominn með hreint búr að hann veit bara ekki alveg hvað hann á við sig að gera.

Ég er að pæla ef ég tek almennilega til og þríf íbúðina mína ætli ég verði svona ligeglad líka?

Ætti maður að taka páskahreingerningu á morgun?

Það er pæling ég veit að maðurinn minn myndi fá sjokk ef ég myndi byrja að taka til og þrífa upp úr þurru hann myndi líklegast senda mennina í hvítu sloppunum að sækja mig.

Allavega held ég að ef ég þríf allt hátt og lágt þá minki tíminn sem ég hef til að stara út í loftið og óska þess að ég gæti fengið mér páskaegg. 

En setningin í höfðinu mínu þessar mínúturnar og verður næstu daga er " Fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu" og " ekki taka fyrsta hömlulausa bitann"

Því ég veit að eitt páskaegg er sko alls ekki nóg fyrir mig.

En ég og minn æðri máttur ætlum að komast í gegnum páskana einn dag í einu og ef það gengur ekki þá bara eina máltíð í einu og ef það gengur ekki þá bara einn klukkutíma í einu og ef það gengur ekki þá bara hálftíma í einu og ef það gengur ekki þá bara korter í einu og ef það gengur ekki þá bara 5 mínútur í einu annars bara mínútu og mínútu en það skal takast.

En ég komst að því í kvöld að ég get átt rólega tíma líka ég var bara mjög róleg og naut þess að vera róleg og að vera ég.

Það sem ég elska við að hitta hinar GSA gellurnar er að eins ólíkar og við erum þá bætum við hver aðra upp. Og ég er loksins hluti af hóp ekki aðeins meira svona eða hinsegin ég er eins og þær.

Og það er æðisleg tilfinning.

já og ég held bara að ég verði að viðurkenna það ÉG ELSKA LÍFIÐ MITT.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Halltu áfram að elsla líf þitt því þú átt bara eitt og gangi þér vel í fráhaldinu.

Eyrún Gísladóttir, 20.3.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Helga Dóra

Þú stendur þig vel og er frábært dæmi um það hvað fráhaldið getur breytt lífinu. Mér finnst frábært að fá að fylgjast með þér vaxa... Takk fyrir kynninguna. Gleðilega páska....

Helga Dóra, 20.3.2008 kl. 21:54

3 identicon

Hádí krús, takk fyrir góða kynningu og ég hlakka voða mikið til að fá dótið mitt:)

Svo gott að lesa bloggið þitt og svo gaman þegar við förum að finna svona fyrir lífinu:) Njóttu þess í botn og í fráhaldi:+ Páskaknús!

óla bóla (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband