Dagur 69 og hvað er maður að kvarta.

Ég er á degi 69 og er búin að vera að pæla hvað í ósköpunum hef ég yfir að kvarta jú ekki neinu.

Ég á yndislegan mann, frábæra dóttur, þak yfir höfuðið, mat á borðum.

Semsagt ég hef allt sem ég þarf.

Hvernig væri að maður færi að meta það sem maður hefur?

Það er svo innilega ekki sjálfsagt að eiga það sem ég á sem sé manninn, barnið, þakið og matinn.

Og svo í ofanálag er heilsan öll að koma hún hefur ekki verið svona góð í mörg ár.

En alltaf vill maður meira.

Hvernig væri að njóta þess sem maður hefur akkurat núna og svo bara njóta þess enn betur ef lífið verður betra.

Ég er mjög þakklát fyrir að vera ég og hafa það sem ég hef.

Það eiga ekki allir mann sem stendur við bakið á manni sama hvað gerist og þá nákvæmlega sama hvað gerist.

Ég er sko alls ekki auðveldasti veikindapakkinn en maðurinn minn er búin að vera með mér í 8 ár í Mai.

Hann er búinn að styðja mig í líkamlegum jafnt sem andlegum veikindum og stendur sig rosalega vel.

já og ég þakka innilega fyrir að ég er enn á lífi og ég er í fráhaldi í dag þá get ég staðið við hlið mannsins minns eins og hann hefur gert fyrir mig.

Fráhaldið gerir mér kleift að sinna lífinu.

Takk heimur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

mér finnst rosalega gott að enda daginn á því að gera lista yfir nokkra hluti sem ég er þakklát fyrir, það er rosalega gott til að halda sjálfum sér á mottunni :)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.3.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Helga Dóra

Halelúja og amen. Góður pistill og frábær breyting á þér vinkona. Hlakka til að sjá þig á morgun.

Helga Dóra, 18.3.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

hamingjan er fólgin í því að gleðjast yfir öllu sem þú átt.

Eyrún Gísladóttir, 19.3.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband