Dagur 60 :)

Jæja gellur þá er komin dagur 60 í fráhaldinu og ég og laskaði hausinn minn liggjum hér og viljum ekkert rosalega mikið hreyfa okkur enda skall hnakkinn innilega í gangstéttina fyrir utan hjá pabba í gær.

Ég tók sko ekki eftir hálkunni en allavega ég jafnaði mig einhvað heima hjá pabba en ákvað svo að ég væri orðin góð og fór heim en nei þá heimtaði maðurinn minn að ég færi á slysó því ég var víst ekki alveg ég sjálf og var enn með sjóntruflanir og mundi varla ekkert eftir deginum.

Við fórum upp á slysó og biðum við biðum frá um hálf 5 og ég komst heim um 23:00 minnir mig.

Þá var sko gott að hafa stuðning sponsorsins. 

En núna er ég að pæla það er fundur á morgun þannig ég þarf að fara að elta uppi lykilinn að fundarstaðnum þar sem ég sé nú um kaffið hehe.

En já merkilegast fynst mér að ég sé á degi 60 semsagt 2/3 af 90 dögunum eru búnir og á morgun er viktunardagur númer 2 og ég er megaspennt. (vona bara að mar á höfði þyngi mig ekki en þá verður bara meira farið í viktun 3 hehe) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Ég er með lykilinn af fundarstaðnum og mæti bara með þér kl 8. Leiðinlegt að heyra með hausinn. Vonum bara að afleiðingarnr verði góðar og hann hefi haft gott af því að fá létt högg nei, nei, er nú bara að djóka sko. Hlakka til að heyra töluna á morgun. Kem með fatapokann á fundinn. 

Helga Dóra, 9.3.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Hafrún Kr.

:) Ég tel allavega að það hafi komið sköpunargáfa með þessu falli mínu hehe.

En er ekki alltaf sagt fall er faraheill hehe. 

Hafrún Kr., 9.3.2008 kl. 14:55

3 identicon

Leitt að heyra með höfuðið.  En ég er alveg viss um að fall er fararheill, ekki spurning.  Farðu bara vel með þig og hlakka til að sjá þig á morgun.

María (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband