Hlaupabólan komin í húsið.

Jæja þá er dóttirin komin með hlaupabóluna.

Hér var farið á læknavaktina eftir fundinn í kvöld því að henni var svo illt aftan á hálsinum og með hita og komin með bólur sem mamma hennar var ekki að fatta hvað væri.

En ástæðan fyrir verkjunum í hálsinum er að hún er með hlaupabólu akkurat innst inn í hálsinum og ef hún beygir hálsinn þá strekkist á bólunni Sick en þetta verður fínt hún er búin í baði og búin að fá áburð á bólurnar en vá hvað það var erfitt þar sem það spruttu upp bólur meðan ég var að setja hann á og ég sem er mjög mikill fullkomnunarsinnir þá þurfti sko að setja á ALLAR og kerfið mitt var ekki að virka þar sem bólurnar hlýddu ekki. 

En svo ákvað ég að taka æðruleysið á þetta og róa mig niður og kláraði að setja á þær sem ég fann og ákvað að ef hana klæjaði skyldi hún bara koma aftur og ég skyldi bera betur á hana.

Núna liggur hún inn í rúmi með mynd að reyna að sofna.

En þetta get ég ég get verið til staðar fyrir hana.

Eina sem ég þarf að komast að er hvort ég hafi fengið hlaupabóluna.

Og ef þið hafið einhver hlaupabólutips endilega deilið þeim með mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

bara bera á hana hvíta ógeðið með eyrnapinna á bólurnar og setja spólu í tækið, eins og þú ert að gera snillinn þinn ...

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Hafrún Kr.

Hehe það er æðisleg tilfinning að vera til staðar fyrir barnið sitt.

Hafrún Kr., 5.3.2008 kl. 19:11

3 identicon

bjakk.... :p pant ekki fá svona!!

elskjú ;)

Andrea Dögg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Hafrún Kr.

Ástin mín sem betur fer fær maður bara einu sinni hlaupabólu á ævinni og mamma segir að við séum búnar að fá hana. hehe.

Hafrún Kr., 6.3.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband