Dagur 54 og held ég sé alvarlega veik hehe.
3.3.2008 | 19:05
Já maðurinn minn fór til Möltu í morgun og við mæðgurnar erum bara 2 heima.
já og dóttirin er enn að jafna sig eftir veikindi helgarinnar.
En ég er búin að finna það út að ég er ekki þessi týpa sem get verið heima allan daginn og gert ekkert.
Þannig að ég er búin að vera á fullu að taka til inn á milli og fara ofan í skúffur og henda slatta.
Einhvað sem ég geri aldrei vanalega sér maðurinn minn um allt svona.
En ég var aðvöruð út í London að þetta gæti gerst.
Ég er búin að taka úr uppþvottavél og setja í hana.
Núna er ég bara að slaka aðeins á áður en ég fer að elda.
En greinilega kraftaverkin gerast.
Er bara að pæla hvernig ég get haft nóg að gera fram á lágmark fimmtudag gæti verið að karlinn verði lengur úti.
Hmmm Jæja farin að elda :)
Athugasemdir
Ef þig vantar verkefni þá máttu bara heimsækja aldraðan föður þinn
Sigurður Hólmar Karlsson, 3.3.2008 kl. 23:12
Geggjað að heyra að þér gengur svona vel í fráhaldinu. Við söknuðum þín í kvöld. Gangi þér vel.
María (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:40
Saknaði þín í kvöld krúttíbolla, sem verður bráðum ekki bolla Kusum þig eiginlega áfram í kaffiþjónustu nema þú viljir hætta þá tek ég bara við.
Gaman að heyra að það er allt að gerast í tiltekt og þrifum. GSA hjálpar manni með meira en bara að losan við spik. Til hamingju með nýja lífið þitt.
Helga Dóra, 3.3.2008 kl. 23:44
ég skal vera áfram í kaffiþjónustu en kemst bara ekkert þessa vikuna nema að hafa barnið með efast um að fólk vilji hafa 6 ára dömu með hehe.
Hafrún Kr., 4.3.2008 kl. 00:52
Frábært. Mundu að það er gott að grípa í símann og hringja nokkur GSA símtöl ef mann kemst ekki á fundi. Svona til að fá styrkinn ;)
Helga Dóra, 4.3.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.