Dagur 49 og á Vendipúnkti.
27.2.2008 | 12:27
Jæja fólk núna er ég komin á ákveðinn punkt sem ég er mjög hrædd við.
Ég er að byrja að ná markmiðum mínum og er skíthrædd við það.
Ég er alveg að komast í 2 stafa tölu í þyngdinni.
Ég er orðin ánægð með sjálfa mig og lífið.
Ég er farin að fatta að ég get verið hamingjusöm.
Þetta eru samt þeir þrír hlutir sem hræða mig ógurlega mikið.
Og núna er í höfðinu á mér "make it or brake it" setningin mín fræga.
Alltaf þegar ég kemst á þennan stað þá forða ég mér til baka af því ég kann það.
En núna er einhvað sem stoppar mig í að fara til baka.
Ég segi að London hafi breytt mínu lífi því þar fann ég fyrir kærleika og skylning sem ég hef aldrei fundið áður. Ég fann að hinar leyfðu sér að vera hamingjusamar og höfðu samt verið hræddar við það áður.
En ef ég ætla að "make it" þá veit ég að ég þarf að halda áfram að vigta og mæla matinn minn (það er auðveldasti parturinn)
En ég þarf þá líka að fara í sporinn þau hræða mig smá því þá er ég búin að velja hvort ég ætla að "make it or brake it"
Og ég yrði að höndla það hræðilegasta ég gæti orðið ósjálfkrafa hamingjusöm og ánægð (má það?)
Jæja ég varð bara að deila með ykkur hugsununum mínum í dag því ég er á tímamótum í mínu lífi fynnst mér.
Knús og kossar héðan.
Athugasemdir
duglega stúlka, þó að þú byrjir í sporunum er það ekkert make it or break it, við gerum það einn dag í einu, eitt spor í einu, eina máltíð í einu, alveg eins og við gerum allt annað í prógramminu. það er alltaf hægt að stoppa,hægja á sér og þess vegna eru samtökin svo mikilvæg, að við deilum reynslu okkar, styrk og vonum, til að við vitum að hinir hafa gengið í gegnum sömu hluti
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:05
Ég held líka að London sé einn af vendipunktunum sem þú átt eftir að horfa til baka á og sjá að þarna var stór áfangi í batanum þínum. Þetta á bara eftir að verða betra og betra en mundu að við leitum að framförum í lífinu ekki fullkomnum. Gleymi því stundum sjálf en það er mikill sannleikur fyrir mig í þessum orðum. Ef við getum verið saman tvær í London verslað, tekið leigubíl og pantað okkur hádegismat, kvíðasjúklingarnir sjálfir þá er allt hægt
Helga Dóra, 27.2.2008 kl. 18:17
Nákvæmlega hehe
Hafrún Kr., 27.2.2008 kl. 18:40
Hæ pæja, takk fyrir skemmtilega ferð. Þetta var mjög lærdómsríkt allt saman og geggjað að við getum farið svona fullt af kerlingum saman og engin vandamál komið upp. Þetta geta bara konur sem eru að vinna í sjálfum sér.
María (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 23:00
Hæ hæ, engar fréttir, hvernig gengur???
Helga Dóra, 29.2.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.