dagur 38-39 þar sem það er komið yfir miðnætti.

já hvað haldið þið ég er komin með einhverja pest og á voðalega erfitt með að halda öllu niðri en samt vigta ég og mæli matinn minn og tilkynni til sponsors.

Ég er með einhverja tegund af ælupest.

Er búin að vera eins og úldin tuska í dag.

Ég borða matinn minn og er svo við það að kasta upp heillengi á eftir en ég skal samt gera þetta.

En að öðru ég hef heyrt að gsa mataræðið works wonders en fyrr má nú vera.

Ég er ein af þeim sem fer á blæðingar mesta lagi 2-3 á ári en nei þetta mataræði er heldur betur að koma líkamanum í gang ég held að það sé núna verið að senda mér bakreikning fyrir síðustu 6 ár sem ég hef bara farið 2-3 á ári á blæðingar því ég er byrjuð á blæðingum númer 5 síðan 10. janúar 2008 og skapið alveg eftir því hehe. (greyið fólkið í kring um mig)

Þetta er ekki normalt held ég hehe en greinilega er líkaminn að reyna að laga sig og ég get ekki verið annað en ánægð með það en persónulega finnst mér að 1 skipti í mánuði sé alveg nóg.

 En jæja það er minna en vika þar til ég fer til London og spennan að byrja að magnast upp hehe.

Varð bara aðeins að pirrast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

mér sýnist þú vera í "anominous" en þér? Kannski heitirðu heldur ekki Hafrún.

Beturvitringur, 17.2.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Helga Dóra

Það er svo gott þegar kroppurinn okkar sem er svo frábær smíð, sem aðlagar sig til að halda okkur gangandi. Eins mikill galli og þetta er með að "þurfa" að fara á túr þá er gott að vita að kroppurinn okkar sé að komast í lag og byrja að starfa rétt.

Helga Dóra, 17.2.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband