Dagur 34 og þetta get ég.
12.2.2008 | 16:56
Já hvað haldið þið að ég hafi gert í dag jú ég keypti hillu á ganginn upprunalega átti hún bara að sinna lyklum og símum þannig að þeir myndu vera á ákveðnum stað.
Ég brunaði í RL búðina og náði mér í hillu og körfur í hana og ákvað að kaupa kerti á hana líka.
Ég setti hana saman ALVEG SJÁLF og raðaði öllu mjög sætt og snyrtilega.
Þetta get ég í FRÁHALDI.
Og þótt ég segi sjálf frá þá kemur hillan mjög vel út er með 3 hillum í og er bara flott :)
Athugasemdir
Þú ert snillingur. Er ekki gaman að finna að þú er á lífi og ert þáttakandi í lífinu lika
Helga Dóra, 12.2.2008 kl. 23:08
Jú veistu það er æðislegt og finna sjálfan sig og fatta að maður getur gert helling. Og að fatta að lífið er ekki bara að sitja í tölvunni og borða hehe.
Hafrún Kr., 12.2.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.