Dagur 33 og lífið er byrjað.
11.2.2008 | 16:26
Já velkomin ég er ekki lengur áhorfandi á lífið ég er orðin þáttakandi :)
Það kom mér á óvart í gær að þrátt fyrir 8 kílóa létting þá er það minsti parturinn af öllu saman.
Ég er ekki að gera lítið úr léttingnum alls ekki. En miðað við líkamlega og andlega líðan þá er það í svona 50 af 10 mögulegum þannig að lífið er að brillera hjá mér þessa dagana.
Ég fór í fyrsta skipti í óperu í gær og fór með pabba og þetta var svo sætt að sjá hann, hann var svo hissa þegar við fundum sætin okkar sem voru uppi í stúku og það var enginn fyrir framan okkur enginn og hann þurfti að sjá miðana til að trúa að við værum virkilega að fara að sitja þarna já pabbi dóttirin veit hvernig á að tríta gamla manninn hehe.
Við fórum á LA TRAVIATA og vá þetta er með því magnaðasta sem ég hef séð maður tárast, verður reiður, glaður og klökkur til skiptis og svo gæsahúð inn á milli.
Við vorum það heppin að við sáum allt sem fór fram og sáum leikóperu fólkið mjög vel þannig við sáum allar tilfinningarnar og söngurinn vá mér leið eins og Juliu Roberts í pretty women.
Jæja styttist óðum í London baby. Bara 11 dagar og þá erum við í útlöndum :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.