Dagur 29 og guði sé lof fyrir útlendinga.

Já hvar er hjálpsemin í Íslendingunum?

Málið er að í gær lenti ég út af í hringtorgi hjá Þorlákshöfn og þá kom útlendingur og bjargaði mér.

Og margir búnir að keyra framhjá.

Í dag er ég með bílinn minn út á bónusplani og komst hvorki lönd né strönd þannig ég ákvað að vera bara heima en það var fullt af fólki sem sá mig reyna að bakka og komast úr stæðinu en einu sem buðu mér aðstoð voru útlendingar. Hvað er málið?

Erum við Íslendingar svona svakalega upptekin ég tek það fram að ég hjálpa ef ég sé að fólk er í vanda þótt það sé ekki meira en að leyfa þeim að sitja inn í bíl hjá mér meðan beðið er eftir hjálp.

En að öðru ég er á degi 29 og gengur rosalega vel. En samt er byrjað að læðast aftan að mér "einn biti sakar ekki" og "þú ert búin að vera svo dugleg þú mátt þetta"

En ég á viktunardag 10 hvers mánaðar og það er næst núna á sunnudaginn og ég er spennt en mjög hrædd. Það er einhvað við blessuðu vigtina sem hræðir mig.

En ég er komin í nýtt líf andlega þannig ég ætla að halda áfram sama hvað vigtin segir.

Ég er með þann pól að mataræðið er að gera það mikið fyrir mig að ef ég léttist er það bara plús.

Fólk sem hefur ekki séð mig síðan í byrjun Janúar sér mun á mér og lætur mig vita af því og það er æðislegt.

Líka ég finn að með hverjum deginum eykst sjálfstraustið því ég er að geta einhvað og ég veit og geri mér grein fyrir því að ég er mjög heppin að eiga svona góðan æðri mátt sem stendur við bakið á mér og hjálpar mér í einu og öllu í sambandi við matinn.

Ég þakka æðri máttarvöldum fyrir að hafa gefið mér GSA því það gerðu þau svo sannarlega.

Ég var oft búin að byðja æðri máttarvöld um hjálp við matarfíkninni og ég fékk alltaf svar og það var alltaf GSA þótt að ég hafi ekki náð því.

Því að ég bað um hjálp og þá mætti GSA fólkið í sjónvarpið og ég horfði og það gerðist 2x.

Svo bað ég aftur um hjálp og þá fann ég og vinkona mín GSA og hún byrjaði og var þar lengi.

Svo bað ég aftur um hjálp og þá kom vikan út með GSA fólki og vinkona mín ákvað að byrja aftur og ég staulaðist með.

Vá hvað ég er ánægð með að hafa farið með.

Hérna á heimilinu er ekki búinn að vera skyndibiti síðan í byrjun janúar sem er met því það var maturinn sirka 6x í viku.

Ég er búin að elda 28 kvöldmáltíðar í röð og sú númer 29 verður í kvöld ( ég elda vanalega aldrei)

Ég borða reglululega og það er kraftaverk fyrir mig.

Ég er að uppskera svo mikið þakklæti fyrir að fá að vera til og vera nákvæmlega eins og ég er.

Ég er að fatta að ég er æðisleg eins og ég er.

Takk heimur og GSA fyrir að taka mér eins og ég er. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Takk fyrir að vera í GSA, takk fyrir að koma og hjálpa mér í mínu fráhaldi. Guð geymi þig og til hamingju með þennan frábæra árangur og það er enginn einn biti sem en nóg fyrir okkur ofæturnar og ef við látum undan þessum eina þá vitum við aldrei hvað gerist...... Enginn biti er þess virði að fórna því sem þú hefur öðlast á þessum dögum í fráhaldi. Spáðu bara hvað lífið verður frábærara og frábærara með hverjum deginum. Ekkert er þess virði að fórna því....... Ég hef reynt það og segi alveg satt

Helga Dóra, 7.2.2008 kl. 20:17

2 identicon

Æðislegt að lesa mín kæra, takk fyrir mig og gangi þér vel.

Habbý (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband