Sá þetta í dag og finnst þetta svp rétt.Gefðu þér tíma til að vera hamingjusöm.

Gefðu þér tíma til að vera hamingjusöm.
Þú ert undur lífsins á þessari jörð.
Þú ert einstök, sérstök, óbætanleg.
Veistu það?
Taktu þér góðan tíma
til að vera hamingjusöm.
Tíminn er engin hraðbraut
milli vöggu og grafar,
en staður
til að fá sér sæti í sólskininu.


Þú þarft ekki stöðugt að flýta þér,
strita í sífellu
og aldrei láta deigan síga.
Þú þarft ekki á hverjum degi
að gera öllum til hæfis
og vera alltaf sterk
og fullkomin.
Þú átt rétt á því að vera
ósköp hversdagsleg manneskja
með bara venjulega hæfileika.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

 Þetta er rosalega flott og satt

En þú ert nú engin venjuleg manneskja þú ert æðisleg og bestust

Sigurður Hólmar Karlsson, 29.1.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband