Dagur 18 og London í Febrúar.

Já ég fékk að vita í gær að ef ég vildi þá væri ekki of seint að koma með til London í feb með GSA gellunum.

Og hvað haldiði að ég hafi gert jú ég pantaði flugfarið í morgun og ætla með.

Ég hef ekki farið til útlanda síðan árið 2000 finnst komin tími til að kíkja út hef reyndar aldrei farið til London en ég treysti stelpunum fyrir mér. Snýst þetta ekki hvort sem er allt um traust?

En í gær var GSA dagurinn og vá hvað þetta var æðislegur dagur.

Ég fattaði þá endanlega að ég passa þarna inn eins og flís við rass hehe.

Ég var það heppin að pabbi kíkti með mér á einn fundinn og mér fannst það æðislegt:)

En líka það sem ég er að pæla er ég ekki bara heppin að hafa fengið sjúkdóm sem er til ráð við?

Hefði getað fengið einhvað miklu verra en matarfíkn. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

hafði gaman af að koma með þér

Sigurður Hólmar Karlsson, 27.1.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Helga Dóra

Vá hvað dagarnir fljúga, dagur 18, fer að líða að viktun. Snilld að þú komir með til London. Hlakka geðveikt til að fara og hlakka ennþá meira til þegar ég veit að við getum sprellað eitthvað saman í útlandinu.

Helga Dóra, 27.1.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Hafrún Kr.

pabbi þú byrjar bara núna og kemur svo með hehe

Hafrún Kr., 27.1.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

vá hvað ég er glöð að heyra að þú ætlar til london !!! ó mig langar :(

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.1.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband