Dagur 15.
24.1.2008 | 16:29
Jæja þá er kominn dagur 15 og þetta virðist verða bara auðveldara með hverjum deginum.
Var i skólanum í dag og þar voru nokkrir sem fóru niður í ráðhús að mótmæla.
Djö er ég stolt af Íslendinum fyrir að mótmæla þessari sirkussýningu.
Ég hefði farið með og púað ef að ég hefði ekki þurft að mæta í tíma.
Ég hef fengið að heyra að ég sé krati út af mínum skoðunum en ég tel að það sé gott að hafa skoðanir og standa fast á þeim.
Ég vil að það verði kosið aftur bara breyta lögunum sem banna það.
Eða meiga þeir bara gera það sem þeim sýnist?
Ég vil Dag aftur sem borgarstjóra og helst láta henda sjálfstæðisflokknum í ruslið.
En sorglegast finnst mér þegar fólk sem á hvorki í sig eða á og hefur ekkert getað mentað sig að það skuli virkilega kjósa stjálfstæðisflokkinn vill einhver útskýra þá vitleysu fyrir mér?
Athugasemdir
Loksins láta einhverjir á þessu skeri heyra í sér. Til lukku með dag 15, styttist í fyrstu viktun, ertu farin að finna mun á fötunum. Koss til pabba ef þú hittir hann.
Helga Dóra, 25.1.2008 kl. 01:08
ég er farin að finna mun á fötunum eins og ég átti nokkrar þröngar gallabuxur þegar ég byrjaði núna þarf ég að nota beltið við þær í strenginn því annars ef ég beygi mig þá bara múna ég hehe.
Hafrún Kr., 25.1.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.