Dagur 14 og byrjuð almennilega í skólanum
23.1.2008 | 16:11
Jæja þá er dagur 14 og þetta tókst fór með gott nesti í skólann.
En þetta er samt smá munur því ég þarf að vakna mikið fyrr núna til að borða morgunmat.
Vanalega vaknaði ég bara og hljóp út og í skólann án þess að borða neinn morgunmat og beið alltaf eftir að klukkan yrði 10 til að geta hlupið í skólasjoppuna að fá mér að éta.
Svo í hádeginu það liggur við að núna að ég nái varla að borða allan matinn minn ég fæ sko bara 30 mín í mat en það tókst í dag. Þarf bara að passa núna hvað ég fæ mér í hádeginu að það ég geti borðað það bara á 30 mín.
En þetta er svo skrýtið það er eins og lífið sé að opnast og allt sé mögulegt :)
Athugasemdir
Til lukku með dag 14. Lífið opnast og hulu er svift frá augunum þegar við byrjum í fráhaldi. Svo bara verður það betra.
Helga Dóra, 23.1.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.